Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 30

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 30
30 Hvaðan er fjárkreppan? [Stefnir leið upp á við. Það er „svika- myllan“, sem eg gat um hér að framan. Kaupgjaldið hækkar, vör- ur seljast, fé liggur laust fyrir. En svo kemur hik á allt í einu. Þetta minnir á menn þá, sem fara á reiðhjóli innan í hring með skáhöllum hliðum, en haldast uppi meðan ferðin er nóg á þeim. Það er ferðin á öllu, sem heldur því uppi, langt umfram það, sem í raun réttri er eðlilegt. Við þessu er erfitt að hrófla svo að ekki saki. Að vísu vantar ekki nóg hús- ráð, en þau hafa yfirleitt þann megin ókost, að þau lækna ekki sjúkdóminn nema með því að deyða sjúklinginn. En þjóðfélögin þurfa ekki að standa uppi varn- arlaus gegn þessari hættu. Það er hægt að vega talsvert móti því. Hvert þjóðfélag á í fórum sínum þung lóð, sem það getur lagt á vogarskálina á móti. Og þar kemur fyrst og fremst það opin- bera til greina. Það opinbera er nú farið að stjórna og hafa með höndum svo mikinn hluta af öllu fé þjóðarinnar, að það getur haft stórkostleg áhrif á alla fjármála- starfsemi hennar, og vegið svo á móti eðlilegum öldugangi við- skiftalífsins, að hvorki bylgju- topparnir né öldudalirnir þurfi að fara mjög langt úr jafnvægis- stöðunni. Á góðu tímunum, þegar allur vinnukraftur og allt fé er notað af einstaklingunum, á það opinbera ekki að koma fram sem keppinautur. Þá á það að fara að eins og Jósep í Egiptalandi, a5 safna í kornhlöður, því að þar eiga að ráða búskapnum svo vitr- ir menn, að þeir þekki þetta al- gilda lögmál, að magrar kýr koma á eftir þeim feitu, erfið ár eftir ógegnd góðu áranna. Með því að draga sig þá í hlé með sína miklu möguleika, vinnur rík- ið- gegn óheilbrigðum ofvexti í öllu. Það tekur nauðsynlegt fé til varasjóða, til afborgana skulda og safnar sér því bæði fé og lánstrausti. Svo þegar syrtir að, menn missa bæði kjark og mögu- leika, þá opnar það sína sjóði og leitast við að draga úr vandræð- unum. Þá bæði á það fé til fram- kvæmda og þolir þó að gjöld greiðist illa og nokkur halli verði á búskapnum. Hvað segir nú saga undanfar- inna ára okkur? Hún sýnir okkur með órækum tölum, að stjómin hefir breytt gagnstætt þessu. Og stjórnin hefir sjálf gefið út á ríkis kostnað bók, sem færir öll- um landslýðnum heim sannin um þetta. Bókin hefir verið kölluð „Verkin tala“, og er ákaflega bit-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.