Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 4

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 4
4 Karlmennska og gleði Hannesar Hafsteins .. . [Stefnir skap. Sálmaskáldin settu sorg og angist í sæti norræns anda. Trú- fræði, sem varla sá til sólar og lítið mat himneska heiðríkju, gerði þjóð vora smám saman niðurlúta, ásamt drepsóttum og árgöllum, sem gengu boðleið yfir landið. Þunglyndi þjóðar vorrar blasir við í mest allri kvæðagerð miðaldanna, þó að finna megi fáeinar undan- tekningar á víð og dreif. Þetta sanna t. d. heimsádeilur, sem kveðnar voru um hnignun lands og lýðs og sú örvænting um sáluhjálp, sem bólar á í sálmum, kvæðum og stökum, og hélst sú deyfð öldum saman. Þegar rofar til fyrir til- stilli Eggerts Ólafssonar og Jóns Þorlákssonar, kveður þó ekki að karlmensku né gleði, svo að neinu nemi. Jón prestur kveður að vísu brosandi um haltan fót sinn: Þótt eg fótinn mistii minn mín ei rénar kœti, hojipað get eg í himininn haltur, á öSrum fæti. Og hann kveðst geta messað hress, þó að hann missi ess, þ. e. a. hross. En sr. Jón grípur svo sjald- an í þennan streng, að þau ígrip svara helzt til leifturs, sem bregð- ur fyrir í náttmyrkri. Eggert hvet- ur landslýðinn til búmennsku og búmannstrúar. En hann nær litlum tökum á alþjóð, enda sat hann ekki í þeirri hliðskjálf, sem hljóðvarp- að gæti rödd hans út yfir landið. Bjarni amtmaður kveður karl- mannlega í fornum anda. En ekki er hann vonglaður að sama skapi. Ást hans fær ekki fótfestu á jörð- inni, svo að heitið geti. Og hann fer með hana upp til skýja. Sú för er skáldleg. En alþýðan getur ekki fylgst með honum á þeirri leið, og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Gísli Brynjólfsson stendur báð- um fótum í fornöldinni, kveður nálega óskiljanleg kvæði, svo að- karlmennska hans fer ofan við garð og neðan, alls almennings. En ekki er hann klökkur í kveð- skapnum;; t. d. í þessari vísu: Að standa eins og foldgnátt fjall í frerum alla stund, hve mörg sem á því skrugga skall — svo skyldi karlmanns lund. En hann náði ekki eyra þjóðar sinnar. Sigurður Breiðgjörð náði eyra fólksins í kvæðum og mansöngv- um rímna. Og hann vakti gleði- bros víðsvegar. Hann var reyndar snillingur í þeirri list að kitla kvenfólkið — í orði, ljóðlist hans.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.