Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Síða 16
16
Móðurást.
[Stefnir
tók viðbragð, hversu lítið sem
heyrðist. Hún forðaðist að vera
of-nærri sjónum, nema þegar
allra kyrrast var í veðri. Hún
valdi sér fóður af mikilli vand-
virkni. Stundum kraup hún á
bæði framkné til þess að ná í safa-
mestu stráin niðri í klettaskoru.
Hún varð stælt í öllum vöðvum.
Júgrið stækkaði.
Veturinn leið til enda. Græn-
gresið fór að koma upp úr jörð-
inni. Lævirkjarnir hófu morgun-
söngva sína. Loftið var þrungið
ilmi og vaknandi lífi. Morgun einn
ól hvíta geitin grá-svart hafur-
kið. —
Kiðið fæddist í lítilli og þröngri
klettagjá. Lítill klettur skýldi á
einn veg. I’að var ógn veikbyggt,
og öllum litum sló á litla belg-
inn. Rétt fyrir ofan klaufirnar
voru svártir baugar, eins og arm-
bönd, og á hnjánum voru litlir
svæflar til þess að hlífa hnjánum
þegar kiðlingurinn kraup við júg-
ur móðurinnar, og saug það með
kolkrímóttum munninum. Eyrun
voru rétt að segja svört og hengu
niður.
Unga, hvíta geitin stóð hug-
fangin yfir kiðlingnum. Augun
voru óvenjulega mild og fæturnir
óstyrkir. Enginn skifti sér af
henni þar sem hún stóð í litlu,
grænu gjánni. Sjórinn suðaði í
fjarska og máfarnjir sveimuðu
fram með björgunum eins og þeir
voru vanir. Hún var ein í þessu
hrikalega umhverfi. Hún þurfti
engin höft að hafa á móðurgleð-
inni. Ekki svo mikið sem eitt,
manngrey var nálægt. Hún var al-
veg í friði hjá barninu sínu.
Hvað hún reyndi að koma hon-
um á fæturna! Hún lét andar-
dráttinn leika um höfuð hans til
þess að reyna að hita honum og-
hleypa í hann iífi. Hún reyndi að
komast undir hann með hausnum
og hefja hann á loft, og það kumr-
aði í henni til þess að örfa hann.
Loks stóð hann upp á þessum ó-
eðlilega stóru löppum og riðaði
fram og aftur, skalf og nötraði.
Henni var órótt. Hún hljóp fram
og aftur, og jarmaði angistar-
lega. Hún var svo hrædd um, að
hann dytti aftur. Og það gerði
hann. Hún kipptist við af hræðslu.
Hún rak upp vein og gnísti tönn-
um. En hún hóf aftur tilraunir
sínar að koma kiðlingnum á lapp-
irnar. Hún vildi að hann stæði og
lifði, lifði, lifði.
Hann stóð upp aftur. Og nú var
hann heldur styrkari. Hann hristi
hausinn og blakaði með eyrunum
þegar móðir hans andaði á hann.
Hann ætlaði að taka fyrstu skref-