Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Síða 74
74
Fjármeðferð stjórnarinnar.
[Stefnir
borgað hefir verið 1931 er
mér ókunnugt um. Þetta er
lítill forsmekkur af meðferð
fjár Landhelgissjóðs, en
miklu meira hefir honum þó
blætt vegna snattferða varð-
skipanna og vitanlega rík-
issjóði líka, sem hefir borg-
að helming af strandgæsl-
unni.
7. Við endurskoðun L.R. 1930
kom í ljós, að einum héraðs-
lækni landsins höfðu verið
greiddar nærri 2000 kr. um-
fram hámark launa þess
héraðs. Þetta atriði mun
koma til meðferðar hér á
þinginu síðar og mun eg
gefa þessari háttvirtu deild
kost á að skera úr, hvort
slíkar gjafir til þess manns,
sem hér á í hlut, skuli eiga
sér stað framvegis.
8. Við endurskoðun L.R. kom
líka í ljós, að stjórnin hef-
ir á því ári greitt einum hæst-
launaða embættismanni
landsins uppbót á laun hans
undanfai-in ár. Uppbót þessi
nam yfir 10000 kr. og fyrir
henni hefi eg ekki getað
fundið neina heimild.
8. Starfrækslukostnaður við em-
bætti tollstjóra, lögmanns
og lögreglusjtófa í Reykja-
vík hefir 1930 orðið undir
260000 kr. Til samanburðar
má geta þess, að skrifstofu-
kostnaður allra sýslumanna
og bæjarfógeta á landinu er
um 100000.
10. Eg nefndi áður síldarbræðslu-
stöðina á Siglufirði og gat
þess, að hún hefði kostað
um P/4 millj. kr. En þar
með er ekki allur kostnaður
talinn. Hún kostaði miklu
meira. Auk þess sem ríkis-
sjóður lagði fram, lagði
Siglufjarðarkaupstaður til
lóð og eitthvað af húsum og
bryggjum, sem þó biluðu
fljótt. Það sem Siglufjarðar-
kaupstaður lagði fram, var
metið á 200000 kr., svo að 1
millj. kr. og 700000 kr. hefir
þetta allt kostað og er það
nokkuð meira en verð allra
húsa og allra jarða eftir gild-
andi fasteignamati í einni af
beztu sýslum landsins, Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Hér er
'því ekki klipið við nögl um
kostnaðinn og eiginlega er
það ótrúlegt, bæði að hægt
skuli hafa verið að gera
kostnaðinn svo gífurlegann
sem raun hefir á orðið og
eins að hæstv. stjórn skuli
hafa séð fært að leggja frarn