Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 38
33
Japanar í Mansjúríu.
[Stefnir
MANCHUL!
HARBh
VlfíOIVOSTOH;
mukden*
P£K/N<3
POfírfíRTHUfí
settist þar að, væri tapaðir þjóð-
inni. Það var að vísu gott, að geta
veitt þangað þeim, sem „út úr
flutu“, en það stuðlaði ekki að
þeim vexti Japanska veldisins,
sem hann sá í anda.
Hann fór því að eins og mað-
ur, sem stíflar á, til þess að ná
henni í aðra átt, þar sem meira
gagn er að henni. Hann lokaði
fyrir strauminn yfir óravegu
Kyrrahafsins, inn í heimsveldið
mikla í Ameríku, til þess að
straumurinn skyldi beinast í aðra
átt: Yfir sundið mjóa, sem skil-
ur Japana frá Kóreu og Asíu-
ströndum, inn í það sundurtætta
þjóðfélag, sem þar er og til allra
þess ónotuðu möguleika. Ein-
mitt á þessum stöðum fengu Jap-
anar fótfestu á ýmsan hátt eftir
ófriðinn við Rússa 1904—’05,
og Komura sá í anda japanska
hervaldið báðu megin við sundið,
sá japönsku þjóðina þenja sig
um víðáttuna í Asíu og útflytj-
endurna halda áfram að vera