Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 52

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 52
52 Nokkrar leiðbeiningar í rafmagnsnotkun. [iStefnir eða þessháttar eftir atvikum. Við þessa deilingu hefir hitastig vatns- ins fallið niður í 40 stig. Með því að nú verður að hraða suðunni vegna morgunverðs, kemst maður ekki hjá, að auka nokkuð strauminn. Gjörir maður þá ráð fyrir að fá upp suðuna á 2 kl.st., krefur það rafmagns sem hér segir: Watt: 32 X 60 X 1,16 X 60 1390 120 X 0.8 eða 570 wött til viðbótar. Hér við bætast svo ljósin, 320 wött, til kl. 11. Er þá heildaraflþörfin komin í 1710 wött, og er hámark þess straums, sem þessi 8 manna fjöl- skylda þarfnast til ljósa og suðu þennan skammdegisdag, ef rétt er á haldið; þó má spara þetta mikið frekar en hér er til tekið. En þá vandast málið meira, og má ekki krefjast þess af öllum almenningi til að byrja með. Eftir morgunverð, kl. um 11, heldur maður áfram suðunni og tekur nú þá 30 lítra af vatni, sem eftir voru, og reiknar með að hitastigið sé það sama, 10 stig, enda þótt soðið sé 1 því kjöt, fisk- ur, kartöflur eða annað slíkt. í þetta sinn hefir maður 4 kl.st. til umráða, þannig að suðan sé uppi kl. 15 (kl. 3) ; þarf maður þá 1 þetta sinn: Watt 30X90X1,16X60 240 X 0,8 980 eða um 1 kw. Frá kl. 14 (kl. 2) bætast við ljósin 320 wött, þann- ig, að frá þeim tíma notar maður 1300 wött og er þá aðalsuðunni lokið kl. 15 (kl. 3), nema það sem þarf að halda henni við, þannig, að frá þeim tíma getur maður notað mestan hluta afls- ins, sem afgangs er ijósum, til upphitunar. Menn munu taka eftir því, að í þessum útreikningum er aðeins reiknað út það afl, sem þarf til þess að fá upp suðuna, en ekki talað um, hve mikið þarf til að halda henni við, eða hversu lengi hún skuli haldast við í hvert skipti. Er lítt mögulegt að slá neinu föstu um suðutímann, því að það fer allt eftir því, hvaða matur er soðinn og hvað þessi og hinn telur þurfa að sjóða matinn mikið. Aftur á móti það, hvað mikið afl þarf til að halda við suðunni, fer vitanlega nokkuð eftir hita í eldhúsinu, og hvort potturinn er einangraður utan að. Ekki mun þó vera fjarri að á- ætla, að til viðhalds suðunni þurfi frá 10—20 wött á hvern líter, nokkuð eftir því, hvað potturinn er stór. Annars er tekið tillit til þess í útreikningunum, sumpart

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.