Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 73
Stefnir]
Fjármeðferð stjórnarinnar.
75
að eg á dálítið eftir af þeim tíma,
sem mér var ætlaður, ætla eg að
drepa á nokkur atriði, til að sýna,
að hæstv. stjórn hefir heldur ekki
verið spör, á hinum smærri upp-
hæðum. Það, sem stjórnin hefir
eytt á þennan hátt, mundi verða
ótrúlega há' upphæð, væri allt
komið í eitt. Eg mun nefna nokk-
ur dæmi, sem sýna, hversu ósárt
stjórninni hefir verið um skild-
inga ríkissjóðs:
1. Rekstrarkostnaður bifi'eiða
hefir orðið árin 1928—1930
um 41000 kr. Hver hann var
1931 veit eg ekki. Meir en
helmingurinn af þessu hefir
verið. greiddur úr Land-
helgissjóði og er það gott
sýnishorn af meðferð þess
sjóðs, sem átti í peningum
og innstæðum um 1.4 millj.
kr. þegar núverandi stjórn
tók við völdum, en er nú
nærri gereyddur.
2. Þá hefir stjórnin og byggt 2
hús yfir bifreiðar, annað hjá
stjórnarráðshúsinu, að þv'í
er eg held, og kostaði það
2000 kr., en hitt hjá Arnar-
hváli og kostaði það 20000
kr.
3. Stjórnin virðist eftir reikn-
ingum Landhelgissjóðs hafa
keypt handa honum 3 bif-
reiðar og þess utan 2 eða
3 handa sér og bifreiðaeft-
irlitinu. Hvað margar af
þeim hafa verið seldar aftur
og hve margar eru eftir ó-
seldar veit eg ekki, en hitt.
veit eg, að við endurskoðun
L.R. hefi eg hvergi rekið
mig á neinar borganir fyrir
seldar bifreiðar.
4. Til bifreiðaeftirlits hefir
stjórnin notað 1929 og 1930
(um 1931 veit eg ekki) tæp-
ar 30000 kr. umfram það,
sem inn hefir komið fyrir
eftirlitið og er það beint brot
á lögum um þetta efni ,því
að tilætlun þingsins var, að-
eftirlitið kostaði ríkissjóð
ekkert. Það eru því engar
smáupphæðir, sem stjórnin
hefir greitt vegna bifreiða,
enda er það kunnugt um
einn ráðherrann, að hann er
á sífeldu ferðalagi í bifreið-
um, allt á ríkisins kostnað.
5. Fyrir hestahald hefir stjórn-
in greitt úr Landhelgissjóði
árin 1928—’30 kr. 14568.75.
Hvað borgað hefir verið 1931
veit eg ekki.
6. Til risnu hefir verið greitt
úr Landhelgissjóði árin 1929
og 1930 kr. 19262.69. Hyað.