Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Side 46
46
Japanar í Mansjúríu.
[Stefnir
Stjórnin í Mansjúríu er búin að
gefa út þúsundir milljóna í þess-
um ónýtu og ótryggðu seðlum, og
neyðir menn til þess að taka þá
sem borgun fyrir vörur. Þá er það
og algengt, að það, að vinna fyrir
Japan er kallað „óþjóðlegt" og
bannað með öllu. Ræningjaflokk-
ar fara um landið og rupla og eira
engu. Það er mikið talað um að
fá erlend félög til þess að setja fé
í það, að nota auðsuppsprettur
landsins, en það verður auðvitað
mjög erfitt, meðan engan frið eða
lagavernd er hægt að tryggja
þeim. 1 stað þess að veita vernd,
koma yfirvöldin og heimta fé.
Nanking-stjórnin hefir ef til vill
veitt sérleyfi til einhvers atvinnu-
rekstrar gegn háu gjaldi. En svo
kemur stjórnin í Mansjúríu og
heimtar annað eins fyrir sérleyfi
af sinni hálfu, og svo ýmsar hér-
aðsstjórnir af sinni hálfu, þar til
fyrirtækið er etið út á húsgang.
Eina þjóðin, sem ekki hefir
gefizt upp við þetta, er Japanar,
og það er af því, að þeim er þetta
fullkomið lífsskilyrði. Og svo bæt-
ist það við, að þeir eru bæði
nokkru skyldari Kínverjum en Ev-
rópuþjóðir, og eru auk þess orðnir
þaulkunnugir öllum þeirra hugs-
anaferli og krókaleiðum, svo að
þeir geta furðanlega bjargað sér.
Þeir eru sjálfir ekki við eina fjöl-
ina felldir og láta krók koma móti
bragði. Þeir geta að vísu ekki
staðist samkeppni við Kínverja,
ef manni er att móti manni, en.
þeir njóta þess á hinn bóginn, að
þeir hafa fjárma.gn meira og
kunna vel að skipuleggja fyrirtæki
sín og nota vélar og góð tæki. Og
svo sýnir styrjöldin, að þeir víla
ekki fyrir sér að ógna með her-
valdi, þegar svo ber undir.
Hvað er það þá, sem Japanar
eru búnir að gera í Mansjúríu?
Hvaða hagsmuna hafa þeir þar að
gæta?
Ef vér byrjum á hafnarborginni
Dairen, þá blasa þar við hafnar-
virki mikil og vönduð, svo að af-
greiða má þar í einu allt að 190.-
000 smálesta flota, en vöruhús, er
taka yfir margar dagsláttur, hirða
vörurnar. Síðastliðið ár komu til
Dairen kaupskip. samtals meira
en 10.000.000 smálestir, en um
8.000.000 smálestir voru afgreidd-
ar í höfninni. Suður-Mansjúríu
járnbrautin, sem áður hefir verið
nefnd hér, hefir endastöð sína í
Dairen. Hún er geysilega mikið
fyrirtæki. Hún flytur nú um 17.-
000.000 smálestir af vörum á ári.
Hún tekur og að sér að byggja
brautir fyrir Kínverja og Kóreu-
menn, hundruð milna á ári. En