Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Síða 20

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Síða 20
20 Móðurást. [Stefnir eldfljótri hreyfing og renndi vinstra horninu í skrokkinn á hon- um. Hún hæfði hann fyrir aft- an framfótinn og svifti upp flipa. Hann hrein við og þeyttist tvisvar um sjálfan sig á klöppinni. Hún blés grimmilega við og réðist á hann. Áður en hann komst á fæt- ur, fékk hann hornin í hausinn. Hann valt enn kylliflatur, en stóð upp með ótrúlegum hraða og réð- ist enn á geitina. Og nú missti hún marks. Hún rak upp angistaróp. Hann náði kjaftfylli í hárbrúskinn á vinstri bógnum. Þungi hans var svo mik- ill og ferðin, að geitin riðaði við og féll á bæði framknén. Nú var um líf eða dauða að tefla. En hún hafði ekki til einskis hafst við í þessum hrikabjörgum allan veturinn, þar sem máfarnir réðu og örninn mikli sigldi um loftið. Hún var villidýr engu síð- ur en hundurinn, þegar hún átti lamb sitt að verja. Hún vatt sér til svo að.hún gat staðið upp. Hundurinn hékk á henni. Hún sleit hann af sér og keyrði hornin í kviðinn á honum. Hann rak upp vein og hætti ár- ásinni. En hún reis á afturfæt- urna og keyrði hornin af feikna afli í síðu hans, svo að þau sukku á kaf milli rifjanna. Hann gaf lítið hljóð frá sér, valt á hrygginn og teygði allar fjórar lappir upp í loftið. Þá réðst hún að honum með klaufirnar á lofti. Um stund lét hún þær ganga á honum. En allt í einu hætti hún. Hund- urinn lá grafkyr. Hún nötraði og leit kring um sig. Hann var stein- dauður. Allur ótti hvarf af henni. Hún rak upp fagnaðaróp og hljóp í áttina til fylgsnisins. Nóttin leið og aftureldingin kom, undurfögur, úr austurátt. — Sjórinn var gáraður af morgun- andvaranum. Það var vormorgun, mettaður þúsund ilmbrigðum frá hinni frjóu jörð. Sólin reis syfj- uð af beði og snart haf og hauð- ur þeim töfrasprota, er breytir öllu í gull. Hvíta geitin og kið hennar voru á ferð austur eftir klöppunum. Alla nóttina höfðu þau verið á flótta, burt frá þessu voðalega hræi. Þau voru komin langa leið og stóðu nú á tindinum mikla við Cahir. Þar stanzaði geitin til þess að lofa kiðlingnum aðdrekka. Hún horfði yfir víðáttuna miklu, laugaða í geislaflóði upprennandi sólar. Svo hélt hún af stað lengra austur og ýtti kiðlingnum var- lega á undan sér. =i 4 A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.