Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Blaðsíða 12

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1932, Blaðsíða 12
12 Karlmennska og gleði Hannesar Hafsteins .. . [Stefnir drykk, sem fæst úr eplum Iðunnar og úr aldingarðs þrúgum. Áfcngi getur ennfremur fengist af vörum ástmeyjar og úr augum valkvend- is. Þá er ölvunin samskonar, sem það, að verða frá sér numinn. Ræðusnild og hljómlist getur svif- ið svo á hugina og fleiri góðendi. Hannes Hafstein vekur þess- háttar áhrif nteð sálmi yfir víni. Guð lét í'ögnr vínber vaxa, vildi gleðja dapran heim. Mikið er búið að yrkja af sálm- um síðan kirkjan byrjaði að hreiðra um sig. Megin mergð sálm- anna er á þá lund, að höfundur til- verunnar hefir hlotið að taka á langlundargeði sínu, ef hann hefir hlustað á þessa sálmagerð. En •sennilega hefir hann leitt hana hjá sér. En mér virðist, sem sálma- gerðin réttist vel við, þegar H. H. yrkir sálm sinn um vínið. Lof- gerðin til hans, sem lét vínberin vaxa, er svo hofmannleg og upp- litsdjörf, að í stúf stingur við dragmælta kveðandi skáldanna, sem héldu, að þau væru trúuð. Þessi sálmur kunngerir það, að himneskt er að lifa. Þessi fögnuður H. H. orkaði svo á þjóðina, að í staðinn fyrir ljóð- línur Kristjáns Fjallaskálds um kvalræði lífsins, kom í hugskotin sú meðvitund, að vínber væru guðsgjöf og himneskt að lifa. Sálmur yfir víni er dálega vel gerður. Sá sem les hann og lærir, trúir kraftaverkinu í Kana og um leið öllum hinum. Sjálfur lávarðurinn sló ekki hendi sinni við góðu víni og í því felst hálft sakramentið. Ýmsir kennimenn fallast á það, að mað- urinn sé til þess fallinn, að njóta gæða. Árni biskup Helgason segir í postillu sinn einhvers staðar: „Notum heiminn, en þó svo, að vér ekki misnotum hann“. Mjótt er að vísu mundangshófið. En menningin á að temja sér þá nær- færni að fara rétt með metaskál- ar og vogir. Þegar gleðin er svo gerð, að hún lofar gjafarann allra góðra liluta, er hún rétt borin til ríkis — að því tilskildu þó, að hún skili manninum óskem]dum í vertíðar- lok. Og ef glaðværðin er svo vaxin. að hún geri þjón sinn hærri og gildari en hann var áður en þau kyntust og lögðu lag sitt saman eða gerir sjónarsvið hans víðáttu- meira eða hærra, þá er hún góð húsfreyja — í líkingum talað. Þeir menn, sem skoða skáld- skap eins og munaðarvöru, munu bera brigður á, að kvæði geti lyft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.