Sagnir - 01.05.1982, Page 13
Tafla 2.
Karlar Konur Alls
2. frillul.brot 103 85 188
3. frillul.brot 23 11 34
4. frillul.brot 10 2 12
Alls (16,6% af öllum frillulífsbrotum). 136 98 234
2. hórdómsbrot 6 3 9
2. sifjaspell 5 2 7
2. óskilgreint 4 1 5
Alls (14,4% af öllum siðferðisbrotum). 151 104 255
Tafla 3.
Karlar Konur Alls
Húðstrýkt vegna fátasktar 13 58 71
Tafla 4.
Auk þess úr Alþingisbókum og annálum:
Líflát fyrir sifjaspell: 8. Líflát fyrir hórdómsbrot: 1.
Þar af 5 líflátnir á Alþingi, en hinir í héraði.
Á Alþingi.
vægari dómar fyrir fr: 1 vægari dómar fyrir hrd: 1 vægari dómar fyrir sp: 1
Helstu ályktanir
Ef marka má þessar afbrotaskrár (sem
hlýtur að vera hægt í stórum dráttum) hafa
íslendingar hvorki verið tiltakanlega þjóf-
óttir né hneigðir til ofbeldis (þ.e. ólöglegs of-
beldis) á 17. öld. í langflestum tilvikum
hefur afbrotahneigð þeirra birst á sviði kyn-
lífs. Hvorki meira né minna en 92,5% af öll-
um skráðum afbrotamönnum í sakafalls-
reikningunum er teknir fyrir ólöglegt kynlíf.
Á 9 árum er 1777 íslendingum hegnt fyrir
kynferðisafbrot sem er ekki svo lítið þegar
þess er gætt að þjóðin hefur vart verið fjöl-
mennari en 50 þúsund (og hve margir af
þeim á kynlífsaldri?) Kynferðisfíkn alþýð-
unnar hefur því bersýnilega verið það Hall-
ærisplan sem heitast brann á ábyrgum og
þungbrýndum bjargvættum þjóðarinnar á
þessum tíma.
Þá er einnig auðsætt að mesta lauslifið
hefur verið á þeim stöðum við sjávarsíðuna
þar sem fólk kom saman úr ýmsum áttum til
að stunda útveginn, sbr. orðtakið: allir eru
ógiftir i verinu. í rótleysi verstöðvanna hefur
losnað um arfhelg samskiptaform hinna
grónu landbúnaðarhéraða, auk þess sem
sjávarvolk og púl við kaldan og blautan fisk
hefur aukið þörfina fyrir ástúð og innileika.
í 10 efstu sýslunum í töflu 1 áttu sér stað
81,5% allra siðferðisbrota og einmitt í flest-
um þessara sýsla voru helstu verstöðvar
landsins.
Af einstökum tegundum brota voru fyrstu
frillulífisbrot langalgengust og sennilega hef-
ur oft verið um að ræða ungt fólk sem hugði
á hjúskap en gat ekki stillt sig um að vera
gott hvort við annað áður en gengið var frá
hnútum bandsins hjónska.