Sagnir - 01.05.1982, Page 14
Þegar þess er gætt að kynhvötin er sívirk
og lætur ekki sefast við eina útrás vekur það
nokkra furðu að ekki nema 14,4% siðbrota-
manna eru gripnir fyrir endurtekin brot. Svo
virðist að sumir þeir sem einu sinni lentu i
klóm Stóradóms hafi látið sér það að kenn-
ingu verða og fælst frá ólöglegu kynlífi. Sér-
staklega á þetta við um konur og má líka
ætla að fordómar í garð þeirra kvenna sem
sóttu í svonalagað hafi verið meiri en í garð
eins innstilltra karla, alveg eins og á okkar
dögum. Aðra vísbendingu um undirokun
kvenna má finna í töflu 3. Á þessum 9 árum
missa 58 konur húðina vegna þess að þær
geta ekki greitt sekt, en aðeins 13 karlar. Seg-
ir þetta meir en mörg örð um örbirgð og um-
komuleysi þessa réttlausa þjóðfélagshóps.
Lengi mætti halda áfram að draga álykt-
anir af ofangreindum töflum en hér nem ég
staðar og læt lesanda eftir að túlka þær fyrir
sjálfan sig ef hann hefur áhuga.
Lokaorð
Ekki leikur vafi á að Stóridómur hefur
reynst kúgurunum notadrjúgt tæki til að ná
kverkataki á almenningi og svínbeygja hann
undir járnhæl rétttrúnaðarins. Og þó ekki
hafi tekist að ala upp í þjóðinni þá haturs-
fullu siðavendni í þeim mæli sem til stóð þá
hafa áhrif svona ruddalegrar löggjafar verið
gífurleg. Ekki verður mæld öll sú ógæfa sem
af þessu niðurrifi á mennskum tilfinningum
leiddi. Skuggi þessa skrímslis hellti botn-
lausu myrkri sínu yfir meir en heila öld í sögu
íslendinga, spýja þess eitraði mannlíf og
slökkti alla gleði og fegurð. Stéttaskipting og
félagslegt ranglæti uxu og döfnuðu undir
verndarvæng ófreskjunnar sem enn i dag má
heyra rumska þegar góðborgararnir skelfast
lífið í kringum sig.
Tilvitnanir og tilvísanir:
1. Sbr. HKL. bls. 27.
2. Sbr. J.B. bls. XXXV—XXXVI.
3. S.M. bls. 36.
4. Sbr. H.Þ. bls. 105.
5. Alþ.b. VI. bls. 7.
6. Sbr. H.K.L. bls. 20.
7. Sbr. J.B. bls. XLII—XLIIl.
8. Sbr. J.B. bls. VII—X.
9. G.A. bls. 27.
Heimildir:
Alþingisbœkur íslands IV. og VI. (1933—1940).
Annálar 1400—1800. I—IV. (1940—1948). Athuguð
voru árin 1641—50.
Bogi Benediktsson: Sýslumannaœvir IV.
(1909—1915).
Einar Laxness: íslandssaga L—Ö (1977).
Eiríkur Þorláksson: „Stóridómur“ Mímir 24 (1976).
Glósur úr ísl,- og Norðurl. sögu 2, vorönn 1981.
Halldór Laxness: ,,Inngángur að Passíusáimum",
Vettvangur dagsins (1962).
Helgi Þorláksson: Sautjánda öldin (1981).
Jakob Benediktsson (útg.): Guðmundur Andrésson:
Deilurit. íslensk rit síðari alda 2. (1948). Inngangur og
Discvrsvs oppositivus.
Lovsamling /(1853).
Sakafallsreikningar á Þjóðskjalasafni fyrir árin
1641—50.
Páll Sigurðsson: Brot úr réttarsögu (1971).
Steingrímur Matthíasson: Freyjukettir og Freyjufár
(1918).
12