Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Síða 14

Sagnir - 01.05.1982, Síða 14
Þegar þess er gætt að kynhvötin er sívirk og lætur ekki sefast við eina útrás vekur það nokkra furðu að ekki nema 14,4% siðbrota- manna eru gripnir fyrir endurtekin brot. Svo virðist að sumir þeir sem einu sinni lentu i klóm Stóradóms hafi látið sér það að kenn- ingu verða og fælst frá ólöglegu kynlífi. Sér- staklega á þetta við um konur og má líka ætla að fordómar í garð þeirra kvenna sem sóttu í svonalagað hafi verið meiri en í garð eins innstilltra karla, alveg eins og á okkar dögum. Aðra vísbendingu um undirokun kvenna má finna í töflu 3. Á þessum 9 árum missa 58 konur húðina vegna þess að þær geta ekki greitt sekt, en aðeins 13 karlar. Seg- ir þetta meir en mörg örð um örbirgð og um- komuleysi þessa réttlausa þjóðfélagshóps. Lengi mætti halda áfram að draga álykt- anir af ofangreindum töflum en hér nem ég staðar og læt lesanda eftir að túlka þær fyrir sjálfan sig ef hann hefur áhuga. Lokaorð Ekki leikur vafi á að Stóridómur hefur reynst kúgurunum notadrjúgt tæki til að ná kverkataki á almenningi og svínbeygja hann undir járnhæl rétttrúnaðarins. Og þó ekki hafi tekist að ala upp í þjóðinni þá haturs- fullu siðavendni í þeim mæli sem til stóð þá hafa áhrif svona ruddalegrar löggjafar verið gífurleg. Ekki verður mæld öll sú ógæfa sem af þessu niðurrifi á mennskum tilfinningum leiddi. Skuggi þessa skrímslis hellti botn- lausu myrkri sínu yfir meir en heila öld í sögu íslendinga, spýja þess eitraði mannlíf og slökkti alla gleði og fegurð. Stéttaskipting og félagslegt ranglæti uxu og döfnuðu undir verndarvæng ófreskjunnar sem enn i dag má heyra rumska þegar góðborgararnir skelfast lífið í kringum sig. Tilvitnanir og tilvísanir: 1. Sbr. HKL. bls. 27. 2. Sbr. J.B. bls. XXXV—XXXVI. 3. S.M. bls. 36. 4. Sbr. H.Þ. bls. 105. 5. Alþ.b. VI. bls. 7. 6. Sbr. H.K.L. bls. 20. 7. Sbr. J.B. bls. XLII—XLIIl. 8. Sbr. J.B. bls. VII—X. 9. G.A. bls. 27. Heimildir: Alþingisbœkur íslands IV. og VI. (1933—1940). Annálar 1400—1800. I—IV. (1940—1948). Athuguð voru árin 1641—50. Bogi Benediktsson: Sýslumannaœvir IV. (1909—1915). Einar Laxness: íslandssaga L—Ö (1977). Eiríkur Þorláksson: „Stóridómur“ Mímir 24 (1976). Glósur úr ísl,- og Norðurl. sögu 2, vorönn 1981. Halldór Laxness: ,,Inngángur að Passíusáimum", Vettvangur dagsins (1962). Helgi Þorláksson: Sautjánda öldin (1981). Jakob Benediktsson (útg.): Guðmundur Andrésson: Deilurit. íslensk rit síðari alda 2. (1948). Inngangur og Discvrsvs oppositivus. Lovsamling /(1853). Sakafallsreikningar á Þjóðskjalasafni fyrir árin 1641—50. Páll Sigurðsson: Brot úr réttarsögu (1971). Steingrímur Matthíasson: Freyjukettir og Freyjufár (1918). 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.