Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Síða 18

Sagnir - 01.05.1982, Síða 18
Aðalheiður Steingrímsdóttir: Hvað er kvennasaga? Tilraun til útskýringar Ég man að fyrir nokkrum árum las ég bók sem heitir "Woman’s Estate“ eftir Juliet Mitchell. Á fyrstu blaðsíðum bókarinnar er talað um, að á undanförnum árum hafi sprottið upp kvennahreyfingar vítt og breitt um hinn kapítalíska heim. En þar er nefnt í framhjáhlaupi, að því miður hafi sú þróun ekki gerst á íslandi. Nú las ég þessa bók nokkrum árum eftir að hún kom út, svo að á þeim tíma sem leið á milli útgáfu og fyrsta lesturs, var Rauðsokkahreyfingin orðin til hér sem lifandi pólitískt og félagslegt afl í frelsisbaráttu kvenna. Ég man að ég spurði mig oft þeirrar spurningar hvers vegna að svo hafi ekki verið, hvers vegna þessi tegund pólitískrar, róttækrar kvennahreyfingar hafi ekki verið komin upp hér á þeim tíma sem J.M. ritaði sina bók, en þá fann ég ekki nein haldbær svör. Ég ætla heldur ekki að taka þessa spurningu upp aftur hér, heldur ætla ég að leggja aðra spurningu fram sem þá snertir yfirskrift þessa greinastúfs. HVAR ER KVENNASAGAN í HÁSKÓLA ÍS- LANDS? Hvers vegna hefur ekki neitt af þeim krafti og áhuga sem sprottið hefur upp erlendis á liðnum árum í kvennasögu fundið sér farveg inn í H.Í.? Ég ætla þó ekki að taka spurningu þessa til bæna hér, en aðeins að segja að nú er komin tími til að eitthvað fari að gerast í þessum málum og virðist ýmislegt benda til þess að svo verði. Húrra fyrir því. En þó má segja að þessi spurning hafi verkað sem hvati í þá átt að reyna að skýra eftirfar- andi atriði: 1) Ástæðan fyrir tilurð kvenna- sögu. 2) Pólitískar og fræðilegar áherslur í kvennasögu. 3) Hvað er kvennasaga. 4) Hver á tilgangur kvennasögu að vera. Ég hef aðallega stuðst við tvær greinar. Sú fyrri er eftir danskan sagnfræðing, Tinnu Vammen sem nefnist: Kvindeperspektiv pá Historie. Hin er eftir Birgit Svane Hansted og Dorte Meiling Nielsen: Metodiske Over- vejelser vedr. Kvindehistorie. Ég vil vera heiðarleg gagnvart þeim sem kynnu að lesa þessa grein og taka fram, að þessar hugmyndir sem birtast hér á prenti hafa ekki sprottið alskapaðar út úr mínu höfði, þó svo að þekkingin og skilningurinn á þeim hafi verið fyrir hendi allan tímann. Ég á þessum fyrrnefndu konum margt að þakka, því án þeirra hefði verið afskaplega erfitt í fyrsta skipti að setja eitthvað á blað um kvennasögu. En einhvern tíman verður allt fyrst þó að það sé fyrst um sinn í hálf- gerðu skötulíki. Að nota erlent efni sem uppistöðu í grein á íslensku hefur í för með sér að hér er lítið sem ekkert fjallað um kvennasögu i islensku samhengi. Það verður að bíða betri tíma. Þó ætti þetta ekki svo mikið að koma að sök hér í þessu sambandi þar sem fjallað er um kvennasögu út frá al- mennu sjónarmiði. Ástæðurnar fyrir tilurð kvennasögu Á síðastliðnum árum hefur orðið kvenna- saga unnið sér sess bæði í daglegu máli og þá ekki síst innan sagnfræðinnar og annarra skyldra greina. En hversvegna allur þessi áhugi fyrir sögu kvenna og þeirra stöðu? Þennan áhuga má rekja allar götur aftur til 1970, t.d. á hinum Norðurlöndunum. Þeir sem eitthvað þekkja til myndu sennilega samþykkja í aðalatriðum, að þessi áhugi fyrir kvennasögu sé ekki eingöngu sprottinn upp fyrir tilverknað nokkurra framsækinna kvenna innan háskólanna, þó svo að þær hafi átt stóran hlut að því að hrinda skrið- unni af stað, heldur hljóti fleiri atriði að koma til. Til dæmis samspilið á milli sagn- fræðinnar og þjóðfélagsins annars vegar og 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.