Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Side 36

Sagnir - 01.05.1982, Side 36
Hallgerður Gísladóttir: Ráðstefna í Skálholti um miðaldakonur í sumar sem leið var haldin ráðstefna í Skálholti, sem bar heitið „Breytingar á kjör- um kvenna á miðöldum“. Þarna báru saman bækur sínar fræðimenn frá Norðurlöndun- um í hinum ýmsu fögum: sagnfræði, bók- menntum, listfræði, fornleifafræði, þjóð- fræði, rúnafræði o.fl. Undanfarin ár hafa verið haldnar nokkrar ráðstefnur af þessu tagi. Árið 1976 var efnt til ráðstefnu um konur á miðöldum í Poiters í Frakklandi. Nokkrum kvenkyns þátttakendum leiddist hversu hefðbundið margir kollegar þeirra tóku á þessum málum þar þrátt fyrir miklar um- ræður um stöðu kvenna í samfélaginu í kjöl- far nýju kvennahreyfingarinnar. Ákváðu þær að hrinda í framkvæmd frekara ráð- stefnuhaldi, þar sem önnur viðmið yrðu höfð að leiðarljósi, og fengu nauðsynlega styrki til að halda ráðstefnu um sama efni í Kaupmannahöfn í september 1978. (Aspects of female existence bls. 7). Þátttakendur voru bæði norðan og sunnan úr álfunni eins og í fyrra skiptið. Erindin, sem þarna voru flutt, komu út í fallegri bók, sem ber heitið „Aspects of female existence“ og er til út- láns á Háskólabókasafni. Næsta ráðstefna var samnorræn, fór fram í Kungálv í Svíþjóð og fjallaði um efnahags- lega stöðu miðaldakvenna á Norðurlöndum. Þar fluttu m.a. tveir íslendingar fyrirlestra um íslensk efni. Helgi Þorláksson cand. mag. talaði um stöðu verkakvenna á íslandi á miðöldum með sérstöku tilliti til vefnaðar- kvenna, og Anna Sigurðardóttir forstöðu- maður Kvennasögusafns íslands talaði um lagalega og efnahagslega stöðu íslenskra miðaldakvenna. Fyrirlestrarnir frá Kungálv 34 ráðstefnunni eru nýlega komnir út í pappírs- kilju, sem heitir „Kvinnans ekonomiska stállning under nordisk medeltid“. Bókin var til sölu í Sögufélaginu, en seldist upp. Önnur sending er væntanleg innan skamms. Fjórða ráðstefnan og önnur samnorræna í þessari röð var sem sé haldin í Skálholti 21.—25. júní s.l. Þar bar margt áhugavert á góma, m.a. voru fluttir fjórir fyrirlestrar um íslensk efni. Hér á eftir mun ég í örstuttu máli gera grein fyrir því um hvað fyrirlestr- arnir á Skálholtsráðstefnu fjölluðu, en þeir verða að öllum líkindum gefnir út hérlendis, áður en langt um líður. Magnús Stefánsson cand. philol. fjallaði um plagg það, sem kallað hefur verið Skrifta- mál Ólafar ríku frá Skarði, en því voru gerð nokkur skil í fjölmiðlum í sumar vegna meints fundar á kistu Ólafar. Magnús ræddi um innihald skriftamálanna i tengslum við boð og bönn kaþólsku miðaldakirkjunnar og um áreiðanleik þeirra. Er þetta formáli, fölsun til að klekkja á ættfólki Ólafar, eða hvað? Og ef þetta er ekta, hvers vegna í ósköpunum var það þá skrifað niður, skriftir voru jú algert trúnaðarmál milli skriftabarns og skriftaföður. Magnús kemst að þeirri niðurstöðu að flest bendi til þess að um per- sónuleg skrif sé að ræða og líkur hnigi að því, að þau séu einmitt undan rifjum Ólafar runnin. Eins og oftar á ráðstefnunni voru skoðanir skiptar um niðurstöður fyrirlesara. Sveinbjörn Rafnsson dr. phil. talaði um hliðstætt efni, skriftaboð Þorláks biskups frá þvi um 1180. Skriftaboð þessi, sem fjalla mest um hjónaband og kynlíf eru ein þau hörðustu frá miðöldum í Evrópu og beinast gegn frillulífi höfðingja. Má þarna sjá merki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.