Sagnir - 01.05.1982, Page 36
Hallgerður Gísladóttir:
Ráðstefna í Skálholti
um miðaldakonur
í sumar sem leið var haldin ráðstefna í
Skálholti, sem bar heitið „Breytingar á kjör-
um kvenna á miðöldum“. Þarna báru saman
bækur sínar fræðimenn frá Norðurlöndun-
um í hinum ýmsu fögum: sagnfræði, bók-
menntum, listfræði, fornleifafræði, þjóð-
fræði, rúnafræði o.fl. Undanfarin ár hafa
verið haldnar nokkrar ráðstefnur af þessu
tagi.
Árið 1976 var efnt til ráðstefnu um konur
á miðöldum í Poiters í Frakklandi. Nokkrum
kvenkyns þátttakendum leiddist hversu
hefðbundið margir kollegar þeirra tóku á
þessum málum þar þrátt fyrir miklar um-
ræður um stöðu kvenna í samfélaginu í kjöl-
far nýju kvennahreyfingarinnar. Ákváðu
þær að hrinda í framkvæmd frekara ráð-
stefnuhaldi, þar sem önnur viðmið yrðu
höfð að leiðarljósi, og fengu nauðsynlega
styrki til að halda ráðstefnu um sama efni í
Kaupmannahöfn í september 1978. (Aspects
of female existence bls. 7). Þátttakendur voru
bæði norðan og sunnan úr álfunni eins og í
fyrra skiptið. Erindin, sem þarna voru flutt,
komu út í fallegri bók, sem ber heitið
„Aspects of female existence“ og er til út-
láns á Háskólabókasafni.
Næsta ráðstefna var samnorræn, fór fram
í Kungálv í Svíþjóð og fjallaði um efnahags-
lega stöðu miðaldakvenna á Norðurlöndum.
Þar fluttu m.a. tveir íslendingar fyrirlestra
um íslensk efni. Helgi Þorláksson cand.
mag. talaði um stöðu verkakvenna á íslandi
á miðöldum með sérstöku tilliti til vefnaðar-
kvenna, og Anna Sigurðardóttir forstöðu-
maður Kvennasögusafns íslands talaði um
lagalega og efnahagslega stöðu íslenskra
miðaldakvenna. Fyrirlestrarnir frá Kungálv
34
ráðstefnunni eru nýlega komnir út í pappírs-
kilju, sem heitir „Kvinnans ekonomiska
stállning under nordisk medeltid“. Bókin
var til sölu í Sögufélaginu, en seldist upp.
Önnur sending er væntanleg innan skamms.
Fjórða ráðstefnan og önnur samnorræna í
þessari röð var sem sé haldin í Skálholti
21.—25. júní s.l. Þar bar margt áhugavert á
góma, m.a. voru fluttir fjórir fyrirlestrar um
íslensk efni. Hér á eftir mun ég í örstuttu
máli gera grein fyrir því um hvað fyrirlestr-
arnir á Skálholtsráðstefnu fjölluðu, en þeir
verða að öllum líkindum gefnir út hérlendis,
áður en langt um líður.
Magnús Stefánsson cand. philol. fjallaði
um plagg það, sem kallað hefur verið Skrifta-
mál Ólafar ríku frá Skarði, en því voru
gerð nokkur skil í fjölmiðlum í sumar vegna
meints fundar á kistu Ólafar. Magnús ræddi
um innihald skriftamálanna i tengslum við
boð og bönn kaþólsku miðaldakirkjunnar og
um áreiðanleik þeirra. Er þetta formáli,
fölsun til að klekkja á ættfólki Ólafar, eða
hvað? Og ef þetta er ekta, hvers vegna í
ósköpunum var það þá skrifað niður, skriftir
voru jú algert trúnaðarmál milli skriftabarns
og skriftaföður. Magnús kemst að þeirri
niðurstöðu að flest bendi til þess að um per-
sónuleg skrif sé að ræða og líkur hnigi að
því, að þau séu einmitt undan rifjum Ólafar
runnin. Eins og oftar á ráðstefnunni voru
skoðanir skiptar um niðurstöður fyrirlesara.
Sveinbjörn Rafnsson dr. phil. talaði um
hliðstætt efni, skriftaboð Þorláks biskups
frá þvi um 1180. Skriftaboð þessi, sem fjalla
mest um hjónaband og kynlíf eru ein þau
hörðustu frá miðöldum í Evrópu og beinast
gegn frillulífi höfðingja. Má þarna sjá merki