Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 38

Sagnir - 01.05.1982, Page 38
hóruhús eða deyja. Vegna kraftaverka bjarg- ast hún frá refsingunum og stendur að lok- um með pálmann í höndunum. Birte bar saman konur í ættarsögum og helgisögum og komst m.a. að því, að höfnun kvenna á ráð- stöfunarrrétti karla yfir þeim á borð við það sem gerist í helgisögunum, sé ekki að finna í ættarsögunum. Rakti hún fyrir því ýmsar ástæður. Dr. Grethe Jacobsen frá Danmörku talaði um breytingar á kjörum kvenna með tilkomu kristni. Hún vildi meina, að ef marka mætti elstu norræn lög hefði staða kvenna á miðöldum verið sterkust og áhrif þeirra mest á íslandi, en verst i Danmörku og Svíþjóð. Hún taldi að kristnin hefði ekki breytt áhrif- um kvenna á stjórnmál, en hún hefði bætt stöðu þeirra á vissan hátt, ekki síst með breytingum á hjónabandslöggjöf, þar sem kirkjan hefði beitt sér gegn nauðungargift- ingum og bannað hjónaskilnaði. Þar að auki bauðst konum nú annar möguleiki en að verða eiginkona og móðir, klausturlífið. Urðu fjörugar umræður um fyrirlestur Grethe og sýndist hverjum sitt. Else Mundal cand. philol. frá Noregi fjall- aði um áhrif ritmenningar á stöðu kvenna. Hún taldi að konur hefðu að öllum líkindum átt meiri þátt í skáldskap fyrir ritöld. Þegar skáldskapurinn varð að bókmenntum og skáldin að rithöfundum hefðu karlar fengið mun betra tækifæri en konur til slíkra iðk- ana í þeim hópum þjóðfélagsins, sem höfðu á annað borð möguleika á menntun. Kirkjan innleiddi ritmenninguna og kirkjan var karl- veldisstofnun. Aðeins í skólum á vegum hennar var hægt að öðlast þá menntun, sem rithöfundar þörfnuðust, og það voru langt- um fleiri karlar en konur, sem þar komust að. Til að sinna ritstörfum þurfti tíma, pen- inga, aðstöðu og menntun, sem konur höfðu í minna mæli en karlar. Þær gátu hins vegar mælt eitt og annað af munni fram við dagleg störf. Else færði einnig rök að því, að sá hluti norrænna fornbókmennta, sem sterk- ust tengsl hafi við munnlega menningu, end- urspegli jafnframt oftar kvennaviðhorf. Auk kvennasögufyrirlestranna hélt dr. Kristján Eldjárn erindi á ráðstefnunni um fornleifarannsóknir í Skálholti og sögu stað- arins. Heimir Steinsson rektor sýndi gestum sögustaði í nágrenninu og miðlaði þeim margháttuðum fróðleik á góðum stundum. Fór ráðstefnan á allan hátt hið besta fram undir rösklegri stjórn Silju Aðalsteinsdóttur, aðalritara hópsins. í lokin var ákveðið að næstu ráðstefnu um konur á miðöldum skyldi halda í Noregi sumarið 1983 og fjalla um efnið „Vinna kvenna á miðöldum“, en samkvæmt nýjustu fréttum gæti það orðið fyrr og eru í gangi fjörugar umræður um markmið og leiðir. Heimildir: Aspects of Female Existence. Proceedings from The St. Gertrud Symposium „Women in the Middle Ages“ Copenhagen, September 1978, Copenhagen 1980. Kvinnans ekonomiska stallning under nordisk medel- tid. Uppsatser framlagda vid ett kvinnohistorisk symposium i Kungalv 8—12 oktober 1979. Kompendiet, Lindome 1981. Fjölrituð gögn frá Skálholtsráðstefnu 1981. 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.