Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 40

Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 40
voru komin upp verkalýðsfélög kvenna sem höfðu kröfu um kostningarétt á stefnuskrá sinni). Hér á landi ríkti sæmilegur friður og eining meðal kvenna, meðan erlendar hreyf- ingar (t.d. hin breska) voru margklofnar. Hér fór baráttan friðsamlega fram, en er- lendis kostaði slagurinn fangelsanir, bar- smíðar, hungurverkföll og jafnvel mannslíf. Á íslandi var grundvöllur fyrir samstöðu þeirra kvenna sem nutu kosningaréttar 1908, en þegar stéttastjórnmálin tóku við af sjálf- stæðisbaráttunni á þriðja áratugnum var samstaðan úr sögunni. Konurnar sem ákváðu að bjóða fram 1908 sáu ekki aðra leið færari þá, enda sést lausamennskan í bæjarmálum best á því að 18 listar buðu fram þetta ár. Þær töldu, væntanlega af fenginni reynslu, að innan þeirra hópa og flokka sem buðu fram væri enginn áhugi á að koma konum að, aðeins græðgi í atkvæð- in. Sérstakt kvennaframboð var því talin besta leiðin til að koma konum inn í bæjar- stjórnina. Riddaraskapur og göfuglyndi við kvenfólkið í ársbyrjun 1908 leit fyrsti kvennalistinn dagsins ljós í Reykjavík. Hinn 1. janúar það ár gengu í gildi lög sem veittu konum kosn- ingarétt og kjörgengi til bæjarstjórnar með sömu skilyrðum og körlum. Þó máttu konur skorast undan kosningu. Við þessa breytingu fjölgaði kvenkjósendum verulega, en þó stóð stór hópur kvenna (vinnukonur o.fl.) utan við stjórnmálin vegna þess að þær greiddu ekki nægilega há gjöld til bæjarins. Áratugina á undan hafði farið fram all nokkur umræða um kvenréttindi á íslandi, allt frá því að grein um kjör kvenna birtist í Þjóðólfi 1874 og Fjallkonan gerðist málsvari kvenfrelsis 1885 með greinaskrifum ritstjór- ans Valdimars Ásmundssonar og ritgerð Brí- etar Bjarnhéðinsdóttur um menntun og rétt- indi kvenna. Sama ár flutti Páll Briem (síðar amtmaður) fyrirlestur um menntun og rétt- indi kvenna. Erlendis voru kvenréttindi í sviðsljósinu, enda barátta fyrir frelsi og lýð- réttindum mjög á dagskrá. Straumar kvennabaráttunnar voru farnir að leika um landið bláa og gára kyrrláta hugi kvenna og karla. Menn eins og Skúli Thoroddsen og Ólafur Ólafsson Fríkirkjuprestur gerðust einarðir stuðningsmenn kvennréttinda, jafnt á þingi sem í ritum og ræðum. Þing eftir þing fylgdi Skúli málum eftir með frumvörpum um kosningarétt og kjörgengi kvenna, fjár- mál giftra kvenna og rétt kvenna til mennt- unar og embætta. Og fleira kom til. Konur stofnuðu Hið íslenska kvenfélag 1894 en meðal markmiða þess var að berjast fyrir kvenréttindum. Árið eftir hófu tvö kvennablöð göngu sína, Framsókn á Seyðis- firði og Kvennablaðið í Reykjavík, bæði voru á kvennréttindalínunni, á mismunandi vegu þó. Borgaraleg réttindi fengust smám saman, eftir nokkurt þóf og andmæli íhaldssamra, en það gefur auga leið að þingmönnum var illa stætt á að neita konum um mannréttindi þegar þjóðin reyndi að heimta sinn rétt úr höndum Dana og aðrar þjóðir veittu konum aukin réttindi. Enda komu lögin hver á fætur öðru og fengust staðfest, ef þau gengu ekki í berhögg við dönsk lög. „Þetta sýnir að íslensku karlmennirnir yfir höfuð og íslensku löggjafarnir einkum og sér í lagi eru fyrirmynd annarra þjóða í riddara- skap og göfuglyndi við kvenfólkið“ skrifar Bríet Bjarnhéðinsdóttir í Kvennablaðið 1902. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Það var almenn trú kvenréttindakvenna um allan heim að með þvi að ölast borgara- leg réttindi myndu konur eiga greiða leið til jafnréttis í þjóðfélaginu og því miðaðist bar- átta þeirra nær eingöngu við að ná fram breytingum á lögum. Kvenréttindabaráttan var stödd einhvers staðar á miðri leið þegar 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.