Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 44

Sagnir - 01.05.1982, Page 44
u Ingibjörg H. Bjarnason. .... og nú Víkur nú sögunni til ársins 1982, þegar kvennaframboð til bæjarstjórna eru stað- reynd enn á ný á Akureyri og í Reykjavík. Til að skilja forsendur þessara framboða kvenna verðum við að hverfa nokkur ár aftur í timann allt til þeirra daga er konur risu upp til nýrrar sóknar í kvenfrelsisbar- áttunni. Lesendum skal bent á að nú skiptir heldur betur um sjónarhorn, því sú sem hér pikkar ritvél hefur frá byrjun verið meðal innstu koppa í búri Kvennaframboðsins í Reykjavík og þekkir því af eigin raun hvað þar hefur farið fram. Hlutleysi sagnfræð- ingsins víkur fyrir sjónarmiðum þess sem er á kafi í viðburðum líðandi stundar. íslenskar konur hafa unnið utan heimilis í ríkum mæli frá því að sjávarútvegur varð arðbær atvinnugrein. Þó var húsmóðurstarf- ið alltaf það hlutverk sem konur settu ofar öðru, annað var íhlaupavinna, nema auð- vitað hjá þeim konum sem urðu að sjá heim- ili sínu farborða. Með tæknibyltingu 20. ald- ar og ,,velferðarsamfélaginu“ eftir miðja öldina óx eftirspurnin eftir vinnuafli gífur- lega. Allar þjónustugreinar (sem tóku m.a. við af störfum heimilanna) þöndust út og framleiðslan í undirstöðugreinum margfald- aðist. Atvinnulífið kallaði á vinnuafl kvenna og gripið var til ýmissa ráða til að fá þær út af heimilunum, svo sem skattaívilnana (50% reglan), barnaheimili voru reist, skólarnir tóku í æ ríkara mæli við fræðsluhlutverkinu og fleira mætti telja. Ný heimilistæki léttu undir heima fyrir og síðast en ekki síst varð sú bylting í lífi kvenna að öruggar getnaðar- varnir komu á markað og gerðu konum kleift að ráða hve mörg börn þær fæddu í þennan heim. Húsnæðispólitíkin í landinu átti sinn þátt í vaxandi útivinnu kvenna. Stefnan var sú að allir skyldu reisa sér þak yfir höfuðið (helst sjálfir á kvöldin og um helgar) 1963 unnu 36,4% giftra kvenna fyrir tekjum utan heimilis, en 1981 var hlutfallið komið upp í 86%. Konur vildu, gátu og urðu að halda út í atvinnulífið. Þegar þangað kom blasti misréttið við á öllum sviðum. Konur fylltu láglaunastörfin, þörfum heimilanna fyrir barnagæslu var hvergi nærri fullnægt og heimilsstöfin og barnauppeldið hvíldi að mestu á herðum kvenna. Konur bjuggu við tvöfalt og þrefallt vinnuálag. Það skapaðist mikil óánægja og spenna, það kvennalíf sem iðnaðarsamfélagið bauð upp á var hreint ekki i samræmi við það kvenhlutverk sem konur voru aldar upp í. Sektarkennd þjakaði margar konur, þeim fannst þær hvorki upp- fylla skyldur sínar sem húsmæður né njóta sín á vinnumarkaðnum. Á íslandi sem í öðr- um löndum Evrópu og N-Ameríku reis alda nýrrar kvennahreyfingar sem krafðist jafn- réttis á öllum sviðum, aukinna áhrifa kvenna og þess að karlar kæmu til móts við konur innan heimilanna. Það voru einkum mennt- aðar konur sem báru hreyfinguna uppi, en áhrifa hennar gætti langt inn i raðir vinnandi kvenna víðs vegar í samfélaginu. Síðan eru liðin 12 ár. Allan þann tíma hafa farið fram linnu- lausar umræður um stöðu kvenna, heilt ár var helgað málefnum þeirra, en þegar á heildina er litið hefur harla fátt breyst. Vit- und kvenna um stöðu sína hefur breiðst mjög út, en samfélagið hefur ekki breyst að sama skapi. Meðal ákveðinna hópa hefur náðst nokkurt jafnrétti í verkaskiptingu á 42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.