Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 48

Sagnir - 01.05.1982, Page 48
konur ættu að vera virkar í þjóðmálum, en þær sömu konur settu ekki spurningamerki við þjóðfélagsgerðina eða karlveldið, þær trúðu því að lagaleg réttindi myndu tryggja jafn- rétti. Kvenréttindakonurnar áttu leik meðan flokkakerfið var ómótað, en um leið og stéttastjórnmálin urðu ríkjandi hvarf hver til síns heima. Það voru einkum konur em- bættismanna (húsmæður) og ekkjur sem stóðu í fremstu víglínu í gamla daga, konur sem kröfðust áhrifa til jafns við karla í sinni stétt, en létu aðrar konur að mestu lönd og leið. í dag horfir öðru vísi við. Iðnaðarsamfé- lag er tekið við af bændasamfélaginu, með öðrum lífstíl og öðrum kröfum. Það eru úti- vinnandi konur sem nú grípa til þess ráðs að bjóða fram einar sér. Þær vilja breyta samfé- laginu þannig að tekið sé mið af þörfum fjöl- skyldunnar og að reynsla kvenna fái að njóta sín við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu. Þær vilja mótmæla og storka því kerfi sem fyrir er, þær hafna stjórnmála- flokkunum eins og þeir eru og hafa verið um áratugi. Þær hafa sett fram stefnu, skilgreint þann grundvöll sem starfað skal á og samtök eða hópur kvenna standa að framboðinu. Hugmyndin er ekki ,,að koma konum að“, heldur að finna nýjar leiðir til að breyta sam- félaginu sem virðist stefna að æ meiri ein- angrun einstaklinganna, hólfun fólks eftir aldurshópum, upplausn fjölskyldunnar, æ ómanneskjulegra umhverfi, mengun og verðmætamati sem er mannskemmandi. Kvennaframboð eitt og sér breytir kannski ekki miklu, en með því hefur tekist að skapa umræðu og hrista upp í fólki. Kvennafram- boðið er róttæk leið, eins og málum er nú háttað, vegna þess að það sker á allar þær línur sem fyrir eru. Sú spurning sem hvilir á hugum þeirra kvenna sem gengið hafa fram fyrir skjöldu með gömul kvennaráð er þessi: í hvers konar samfélagi viljum við lifa og hvaða leiðir eru færar inn á nýjar brautir þar sem rúm er fyrir mannleg samskipti, tilfinn- ingar, sköpun, náttúruskynjun, heim þar sem friður ríkir. Heimildir: Afmælisrit Kvenréttindafélags fslands 1947. Alþingistíðindi 1907 og 1909. Gísli Jónsson: Konur og kosningar, Menningarsjóður 1977. Heimir Þorleifsson: Frá einveldi til lýðveldis, Rvík á Akureyri. Kristín Ástgeirsdóttir: Óprentaður fyrirlestur um nýju kvennahreyfinguna á fslandi. Kvennablaðið 1907—1911. Kvennaframboðið 1. tbl. 1982. Kvindebevægelsen hvem-hvad-hvor, Kaupmannahöfn 1975. Kvindesituation og kvindebevægelse undir kapital- ismen, Kaupmannahöfn 1974. Laufey Valdimarsdóttir: A Brief History of the Woman Suffrage Movement in Iceland. London 1929. Lög Samtaka um kvennaframboð. Reykjavík 1982. Ragnhildur Pétursdóttir: Þingfulltrúi íslenskra kvenna Reykjavík 1928. Auk þessa greinar í Reykjavíkurblöðunum frá síðari hluta 19. aldar og byrjun hinnar 20. s.s. Þjóðólfi, Fjall- konunni, Reykjavík og ísafold. Einnig ræður og fyrirlestrar sem ekki hafa enn birst á prenti eftir greinarhöfund o.fl. 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.