Sagnir - 01.05.1982, Page 53
Hvað á barnið að heita?
Eitt dæmi um róttækni kvenna er nafn-
giftir barnanna. Þau voru mörg hver skírð í
höfuðið á foringjum Chartista í blöðum
róttækra getur að líta heilu dálkana þar sem
greint er frá skírnum og sjást þar nöfn leið-
toganna endurtaka sig hvað eftir annað.
í Northern Star sem var aðalblað Chart-
ista birtist eftirfarandi frásögn 13.3.1841.
Hugrakkur Chartisti: Þriðjudaginn 2.
kom frú King eiginkona George King, Port-
landstræti í Manchester inn á skrifstofu hr.
Webb, til að láta skrá nafn barnsins síns. Þar
fór fram eftirfarandi samtal: Webb'. Hvað á
barnið að heita? King: James Feargus
O’Connor.3) Webb: Er maður yðar Chart-
isti? King: Það veit ég ekki, en konan hans er
það. Webb: Eruð þér móðir barnsins? King:
Já. Webb: Þér ættuð að fara heim og hugsa
málið betur. Ef þessi maður sem þér viljið
skýra barnið eftir myndi nú fremja landráð
og verða hengdur væri það ekki voðalegt?
King: Ef þannig fer, mun ég álíta það heiður
að barnið mitt skuli bera nafn hans, þannig
mun hann aldrei hverfa mér úr minni, meðan
barnið lifir. Ég tel Feargus 0‘Connor mun
heiðarlegri mann en þá sem vilja refsa hon-
um. Webb: Nú, ef þér eruð ákveðnar í að
skíra barnið eftir honum, þá verður svo að
vera, en ég hef aldrei hitt svona þrjóska konu
fyrr“. Síðan skráði hr. Webb nafn barnsins
James Feargus O'Connor King.
Þegar fátækralögin voru sett og tóku að
hafa áhrif í iðnaðarhéruðunum skömmu
fyrir 1840 vöktu þau ótta og reiði kvenna svo
sem fyrr segir. Sennilega áttu lögin sinn þátt í
því að gera þær virkar í Chartistahreyfing-
unni. Dæmi um reiði kvennanna má finna
t.d. á fána kvenfélagsins í Newcastle. Öðru
Frá iðnaðarhverfi í London. Við slíkar aðstœður varð örsnauður verkalýðurinn að búa.