Sagnir - 01.05.1982, Page 58
Mikið verk óunnið
Sigríður Th. Erlendsdóttir svarar spurningum Sagna
Mörgum leikur forvitni á að kynnast
reynslu annarra af því að skrifa ritgerðir og
vinna verkefni á sviði sem lítt eða ekkert er
kannað. Kvennasaga er hér á landi enn að
mestu óþekkt stærð, vel hefur verið unnið en
þó er íslensk kvennasaga enn að mestu óskrif-
uð. Sigríður Th. Erlendsdóttir, mun á vetri
komanda sjá um kennslu í kvennasögu á
kandídatsstigi við Háskóla íslands. Hún
hefur kynnst því, hvað það er að skrifa loka-
ritgerðir í kvennasögu og hefur einnig kynnst
aðstöðumun þeim sem er í kvennasögurann-
sóknum hér og á Norðurlöndum.
Sagnir báðu Sigríði að miðla lesendum af
reynslu sinni i norrænu samstarfi um
kvennasögu og segja í örstuttu máli frá því
helsta sem hún hefur orðið áskynja í rit-
gerðarvinnu sinni og verkefnum:
Undanfarna áratugi hefur áhugi á kvenna-
sögu farið vaxandi. Rannsóknir á kvenna-
sögu eru lengst á veg komnar í Bandaríkj-
unum og Bretlandi. Sagnfræðingar og fé-
lagsfræðingar hafa fjallað um mismunandi
þætti hennar, t.d. breytta atvinnustöðu
kvenna, sem iðnvæðing og vöxtur borga
hafði i för með sér. Má i því sambandi nefna
Edward Shorter, Louise A. Tilly, Joan W.
Scott og Michael Anderson. Á Norðurlönd-
um hafa verið gerðar athyglisverðar rann-
sóknir, sem varpa ljósi á vinnuskiptinguna
innan fjölskyldunnar í bændasamfélaginu og
upphafi iðnaðarsamfélags. Þær rannsóknir
leiða í ljós m.a. miklar breytingar á vinnu-
stöðu kvenna. í því sambandi má nefna
Orvar Löfgren, E. Damgaard og P.H. Moust-
gaard og M. Gullested.
Sagnfræðingar á Norðurlöndum hafa
undanfarna áratugi unnið að rannsóknum á
kvennasögu, og beinast þær nú einkum að
tímabilinu 1850—1940. Svíþjóð er langt
komin á því sviði, og ber þar hæst Gunnar
Quist og brautryðjendastarf hans. Þegar
Gunnar Quist varði dokstorsritgerð sína árið
1960, „Kvinnofrágan i Sverige
1809—1846“, var hann litinn hornauga af
starfsbræðrum sínum. Svo óvanalegt var á
þeim tíma að fást við kvennasögu. Lengi var
hann einn á báti, en tímarnir hafa breytzt.
Það er ekki sízt að þakka brautryðjenda-
starfi Gunnars Quist, að kvennasaga hefur
unnið sér fastan sess um Norðurlönd, og að
nú fer fram kennsla í kvennasögu við flesta
háskóla þar. Það var því mikill skaði, þegar
Gunnar Quist andaðist árið 1980, 63 ára að
aldri.
í Noregi hefur rannsóknum á kvennasögu
verið haldið uppi um nokkurt skeið. Ida
Blom við háskólann í Bergen og Anne Lise
Seip við háskólann í Oso, eru þar í farar-
broddi en þær eru báðar lektorar í kvenna-
sögu. í Danmörku má nefna Tinne Vamm-
en, lektor við háskólann i Kaupmannahöfn.
í gangi eru margs konar samnorræn verk-
efni, sem gefa betri raun en þegar hver og
einn vinnur út af fyrir sig. Margar rann-
sóknir hafa birzt í sagnfræðitimaritum und-
anfarin ár, og margar lokaritgerðir fjalla um
kvennasöguleg efni og hafa verið mikilvægt
innlegg.í ransóknirnar.
Upphaf þess, að ég tók að fást við kvenna-
sögu var, að á páskum 1977 efndi Sögufélag
og Reykjavikurborg til ráðstefnu um, hvern-
ig Reykjavík varð miðstöð þjóðlífs. Björn
Þorsteinsson prófessor fór þess á leit við
mig, að ég flytti þar erindi um reykvískar
konur í atvinnulífi um og eftir aldamót. í
framhaldi af því flutti ég erindi um sama efni
á 17. norræna sagnfræðingafundinum, sem
haldinn var í Þrándheimi sumarið 1977.
Aðalefni fundarins var upphaf og vöxtur
borga á Norðurlöndum, og var einum degi
varið til fyrirlestra um konur í atvinnulífi á
56