Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Side 60

Sagnir - 01.05.1982, Side 60
Þorleifur Óskarsson: Varalögreglan — til varnar ríku fólki eða svipa á verkalýðinn? Þessi grein fjallar um þær viðtökur sem frumvarp um stofnun varalögreglu hlaut á árunum 1924—25. Annars vegar er sagt frá viðbrögðum blaða og verkalýðshreyfingar og hins vegar frá umræðum á Alþingi. Með því að lýsa málflutningi og deilum and- stæðra hópa fást svör við ýmsum spurn- ingum, svo sem hver tilefni frumvarpsins voru, hvaða hlutverk varalögreglu var ætlað, og hverjar voru ástæður þess að frumvarpið dagaði uppi í þinginu. En fyrst er stuttlega greint frá efni frumvarpsins og bent á hugs- anleg áhrif á verkalýðshreyfingu og kjaraátök ef af framkvæmd hefði orðið. Frumvarp um varalögreglu — hugsanleg áhrif Frumvarp til laga um varalögreglu var lagt fram í neðri deild Alþingis 14. febrúar 1925 og var það stjórnarfrumvarp. Frumvarpið er í sex greinum og er fyrsta svohljóðandi:1) Landstjórninni er heimilað að koma á fót sveit vara- lögreglumanna í hverjum kaupstað landsins, — eftir því er við verður komið, — til þess að vera til taks lögreglustjóra til aðstoðar, er nauðsyn krefur, og hinir föstu lögreglumenn reynast eigi einhlítir, eða fyrirfram er sjáanlegt, að þeir sjé ekki einhlítir. Að öðru leyti voru meginatriði frumvarps- ins þessi: Öllum karlmönnum milli tvítugs og fimmtugs bar skylda til að ganga í varalið ef þess væri krafist. Einungis forstöðumanni og flokksforingjum skyldu greidd laun. Með konunglegri tilskipan yrðu settar reglur um varalögregluna, skipulag hennar, starfs- hætti, tæki og einkenni. Kostnaður af fram- kvæmd skyldi greiðast úr ríkissjóði.2) í at- hugasemdum við frumvarpið segir m.a. að sjálfsagðasta verkefni hvers sjálfstæðs ríkis sé að búa svo um hnútana að hægt sé að halda uppi þeim lögum og réttarvenjum sem það hefur sett sér. Með frumvarpinu sé leit- ast við að koma á fót með sem minnstum kostnaði nauðsynlegri varalöggæslu. Núver- andi löggæslulið er ,,...of fáment og ófull- nægjandi, jafnvel til daglegra starfa, og ekkert sjéð fyrir óvæntum atburðum.3) Eins og fram kemur síðar í greininni beindust þessi áform um stofnun varalög- reglu gegn verkalýðshreyfingunni. Á þessum tíma var verkalýðshreyfingin ekki burðug og hvorki atvinnurekendur né ríkisvald viður- kenndu rétt verkalýðsins til verkfalla og samninga. Ef af framkvæmd laganna hetoi orðið var kominn upp sá möguleiki að hægt væri að hnekkja þessum rétti verkalýðsfé- laga og brjóta verkföll á bak aftur með öflugu lögregluliði. Hér var því um meiri háttar ákvörðun að ræða, hvort taka ætti upp harðar aðgerðir gegn verkalýðshreyf- ingunni eða leita friðsamlegri lausna á kjara- deilum. Frumvarpið varð því tilefni mikilla deilna. Viðbrögð blaða og verkalýðshreyf- ingar Tæpu ári áður en frumvarp til laga um varalögreglu var lagt fyrir Alþingi 1925, var það orðið viðfangsefni blaðanna í Reykja- vík. Frumvarpið kom því engum á óvart. Andstæðum hópum hafði gefist nægur tími til að gera grein fyrir afstöðu sinni. Ástæða þessa langa aðdraganda var sú, að um vorið 1924 kom frumvarp um stofnun varalög- reglu að einhverju leyti fyrir Alþingi, en birt- ist ekki opinberlega. Þetta kom fram í um- 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.