Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Síða 65

Sagnir - 01.05.1982, Síða 65
Bjarni Jónsson frá Vogi. stæðisflokksins gamla sagði hins vegar, að sú vernd yrði lítils virði þegar ofstopafullir og ólöghlýðnir þegnar þessa sama heims- veldis sæktu okkur heim.28) Hvað á að gera, ef 20—30 útlendingar, þó engin hafi vopn, önnur en skammbyssur, koma hingað, bregða sér upp í stjórnarráð og vísa landstjórninni á dyr? Hvar á almenningur þá að leita verndar? Ef til vill hjá þesum 14 lögreglumönnum, sem til eru í Reykja- vík og hafa verið barðir sundur og saman? Eða ætla menn að ganga á hólm við vopnaða ofstopamenn með lófunum einum, eða jafnvel hendur í vösum? Jón Magnússon taldi Ásgeir Ásgeirsson hafa gert nógu mikið úr því að íslendingar hefðu hreiðrað um sig undir verndarvæng Breta og sagði:29) Jeg held, að við höfum aldrei kært okkur um það, að treysta mjög mikið á vernd annarra sterkari þjóða, enda vill það reynast sumum þjóðum nógu dýrt. Fljótlega var farið að draga inn í umræð- urnar einstaka atburði sem öðrum fremur voru taldir tilefni frumvarpsins. Þar ber hæst Drengsmálið svonefnda 1921 og tog- araverkfallið 1923. Jón Magnússon nefndi bæði þessi mál ,,...til þess að sýna hve lög- gasslan, eins og hún nú er, er ónóg og van- megna, ef uppþot kemur fyrir.“30) Þrátt fyrir að Jón Magnússon neitaði þeirri fullyrðingu andstæðinganna að vara- lögregluna ætti að nota í kaupdeilum, þá er ekki hægt að skilja ýmis ummæli hans á ann- an veg, en það væri einmitt hlutverk hennar. Jón sagði í þessu sambandi m.a.:31) En mjer er spurn: Hvernig ættum vjer eftir frum- varpi þessu að blanda ríkinu inn í kaupdeilur? Það er hvergi gert ráð fyrir því. En það er dálítið mis- jafnt, hvernig hægt er að blanda sér í slikar deilur, eða óeirðir, er út af þeim rísa. Það mundi þó hver stjórn, og af hverjum flokki sem hún er skipuð, telja skyldu sína, er svo stendur á, að reyna af fremsta megni að hindra skemdir á eignum og fjármunum manna og sömuleiðis að vernda þá menn, sem vilja vinna. Og þetta mun vera hið eina, sem lögregla á að gera í þessum efnum. Stuttu síðar ræddi Jón Magnússon hug- myndir Tryggva Þórhallssonar um sérstakan dómstól er skæri úr deilum atvinnurekanda og launþega, og um stofnun embættis sátta- semjara. Jón taldi slikar lausnir ekki ein- hlítar og þörfin á varalögreglu væri hin sama. Ekki væri hægt að fyrirbyggja kaup- deilur með öllum vandræðum sem þeim fylgdi, hvaða leið sem farin væri.32) Undir lok umræðnanna minnti Jakob Möller þingmenn á, að ómögulegt væri að sjá annað, en hér væri verið að koma á fót lögregluflokki, sem stefnt væri gegn vissum stéttum.33) Hæstvirtur forsætisráðherra mótmælti þessu, en i öðru orðinu hefur hann þó, með þeim dæmum, sem hann hefur tekið, til að sýna, að þörf væri á varalög- reglu, játað þetta rjett, enda hljóta ailir að sjá hvað liggur á bak við. Sveinn Ólafsson þingmaður Framsóknar- flokksins sagði að athugaverðustu viðsjár i þjóðfélaginu væru einmitt deilur millir óbil- gjarnra atvinnurekenda og ofstækisfullra verkamanna. Hlutverk Framsóknarflokksins væri að standa á milli þessara elda og því 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.