Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 71

Sagnir - 01.05.1982, Page 71
Þjóðernishyggja í sögu og sagnaritun Eitt er landið, ein voru þjóð, auðnan sama beggja. Eina tungu, anda, blóð aldir spunnu tveggja: Saga þín er saga vor, sómi þinn vor æra, tár þín iíka tárin vor, tignarlandið kæra. (Matthías Jochumsson) Við hátíðleg tækifæri erum við áþreifan- lega minnt á þjóðerni okkar. Alið er á þjóð- erniskenndinni, eyþjóðin í úthafinu minnt á uppruna sinn, menningu og mál, arf liðinna kynslóða, minnt á sjálfstæði sitt og fullveldi. Ungum og öldnum er innblásið þjóðarstolt. Fyrirmenn og fjallkonur flytja ávörp fyrir minni þjóðarinnar, í forystugreinum dagblaðanna má sjá orð eins og ,,sjálf- stæðisbarátta“ og ,,fullveldi“, ártölin 1918 og 1944, nafn Jóns Sigurðssonar. Ef íslendingar væru spurðir álits á því hver þeim fyndist merkasti maðurinn i ís- landssögunni (að undanskildum Gunnari Thor.) er ekki nokkur vafi á að flestir mundu nefna Jón Sigurðsson. Látum vera þótt fólk haldi að hann hafi verið fyrsti forseti ís- lenska lýðveldisins eða að hann hafi fært ís- lendingum umsvifalaust sjálfstæði með því að segja ,,ég mótmæli“ á þjóðfundi. Lítils- háttar fyrning á íslandssögukunnáttu er bara eðlileg og breytir ekki því að Jón Sigurðsson er í hugum flestra þjóðhetja íslendinga, maðurinn sem barðist af alefli fyrir réttind- um íslensku þjóðarinnar og sjálfstæði. Sú goðsögn sem lengi hefur leikið um nafn Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna gegn Dönum er lýsandi dæmi um afsprengi íslenskrar þjóðernishyggju. Nú má auðvitað endalaust deila um nákvæmar skilgreiningar á hugtökum eins og ,,þjóð“ og „þjóðernis- hyggja“. Líklega mundu þó fáir voga sér að bera á móti þvi að á íslandi býr ein þjóð, sem ber ákveðnar tilfinningar í brjósti til uppruna síns og menningar, sérkenna sinna, sjálfstæðis og stöðu í samfélagi þjóðanna. Hvað sem líður öllum skilgreiningum á hug- takinu má segja með sanni að þjóðernis- hyggja sé inngróin í líf fólksins i landinu, hún er þáttur í uppeldi þjóðarinnar, vitund hennar og viðhorfum. Einhver mætur maður hafði eitt sinn á orði að í þjóðernishyggju fælist í raun lítið annað en sameiginlegur misskilningur samfé- lags á uppruna sínum og sameiginleg andúð á nágrönnunum. Vart mundu margir fslend- ingar viðurkenna að þetta sé inntak og eðli þeirrar þjóðernishyggju sem blundar í brjóstum þeirra. Einhverjir mundu þó ef- laust setja samasemmerki á milli þjóðernis- hyggju og þjóðrembu, halda því fram að þjóðernishyggja ýti undir ofmat á ágæti lands og þjóðar og bjóði jafnvel heim alvar- legum misskilningi á sögu þjóðarinnar og menningararfi. Aðrir mundu benda á að í þjóðernishyggju þurfi alls ekki að felast neins konar þjóðremba. Þjóðernishyggja þurfi ekki endilega að einkennast af hug- myndum um að viðkomandi þjóð sé á ein- hvern hátt betri eða merkilegri en aðrar þjóðir. Hins vegar hljóti að felast í þjóð- ernishyggju að þjóðin sé á einhvern máta öðruvísi en aðrar þjóðir. Þannig sé það inn- tak ,,heilbrigðrar“ þjóðernishyggju að benda á sérkenni þjóðarinnar og hvetja til varðveislu á þeim. Það er víst óhætt að segja að þjóðernis- hyggja sé einhver áhrifamesta tegund af hug- myndafræði á 19. og 20. öld. Því hafa ís- lendingar rækilega fengið að kynnast. Sjálf- stæðisbaráttan við Dani var gegnsýrð af þjóðernishyggjunni, þangað voru rökin fyrir sjálfstæðiskröfunum sótt og þangað sóttu þjóðskáldin innblástur í kveðskap sinn. Þannig var þjóðernishyggjan það afl sem sameinaði menn í baráttunni fyrir réttindum 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.