Sagnir - 01.05.1982, Page 72
lands og þjóðar. Og þótt menn væru ekki
ávallt sammála um hvernig haga bæri þeirri
baráttu þóttust allir bera hagsmuni íslensku
þjóðarinnar fyrir brjósti. Markmiðið var ís-
lenskt fullveldi þar sem kraftar þjóðarinnar
fengju notið sín, þar sem sérkennum þjóðar-
innar, tungu og menningararfi yrði haldið á
loft, þar sem íslendingar ættu við enga nema
sjálfa sig um stjórn mála sinna og afstöðu
gagnvart öðrum þjóðum.
Sjálfstæðisbaráttu lauk og nýir tímar fóru
í hönd á íslandi. Til dæmis breyttist eðli
stjórnmálanna. Þau hættu að snúast um af-
stöðuna gagnvart Dönum en tóku í stað þess
mið af stéttahagsmunum, stéttastjórnmál
leystu sjálfstæðisstjórnmál af hólmi. En
þjóðernishyggja dafnaði áfram. Hún lifði í
þjóðarvitundinni og birtist á ýmsum sviðum
mannlífsins, ekki hvað síst á vettvangi
stjórnmálanna. Þar lögðu hinir ýmsu flokk-
ar áherslu á að þeir bæru framar öllu hags-
muni þjóðarinnar fyrir brjósti, þjóðarheill
væri þeirra æðsta mark og mið. En hinir
nýju stjórnmálaflokkar sem myndast höfðu
á stéttagrundvelli lögðu ekki allir sömu
merkingu i þjóðernishyggjuna. Svanur Krist-
jánsson segir um þetta í bók sinni Sjálf-
stœðisflokkurinn — Klassíska tímabilið
1929—1944:
Hin mismunandi merking, sem flokkarnir lögðu í
þjóðernishyggju, orsakaði margs konar árekstra
milli flokkanna, en allir reyndu þeir að fá almenning
til að aðhyllast sína merkingu. Þeirra skilgreining
átti að vera hin almennt viðurkennda skilgreining.
(bls. 18).
í hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins voru
þjóðernishyggja og stéttasamvinna samofin:
Þjóðernishyggjan fól í sér sameiningu allrar þjóðar-
innar að því marki að ná sjálfstæði og vernda það.
Þetta markmið átti að sitja í fyrirrúmi hjá öllum ís-
lendingum. Allir aðrir hagsmunir, svo sem stétta-
hagsmunir, skiptu minna máli og áttu að víkja fyrir
almannaheill. (Svanur Kristjánsson, bls. 15).
Og um túlkun annarra stjórnmálaflokka á
þjóðernishyggju segir Svanur:
Framsóknarflokkurinn hélt því fram, að bændur og
sveitafólk væru verndarar þjóðararfsins og þjóð-
legra verðmæta. í samræmi við þetta sjónarmið var
litið svo á, að kaupfélögin væru að berjast fyrir
verslunarfrelsi, en þá baráttu hefðu frelsishetjur ís-
lands, svo sem Jón Sigurðsson, hafið þegar þeir
börðust gegn verslunareinokun Dana. Framsóknar-
flokkurinn væri fulltrúi hinna þjóðlegu afla:
bænda, samvinnufélaga og ungmennafélaganna.
Kommúnistaflokkurinn, og síðar Sósíalistaflokkur-
Frá átökunum við Austurvöll 30. marz 1949. Mismunandi túlkanir stjórnmálaflokkanna á þjóðernishyggju og
þjóðarhagsmunum hafa glögglega birst í deilunum um utanríkismál eftirstríðsáranna.
70