Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 94

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 94
fengju til bráðabirgða skattheimtuvald „til framkvæmdar nýjum fyrirtækjum“. Arn- ljótur Ólafsson og Benedikt Sveinsson voru meðflytjendur frumvarpsins, en þeir voru eins og vitað er á margan hátt ósammála stefnu Jóns Sigurðssonar. Fyrri hluti frum- varpsins var samþykktur, en sá síðari var felldur; Gisla tókst sem sagt ekki að leiða stefnuna í fjarveru Jóns. Kjarninn i stefnu Gisla var sá að það bæri að flýta stjórnarbótarmálinu til að framfarir innanlands gætu hafist, og sætta bæri sig við að fá einhverja samþykkt um fjárhagsmálið til bráðabirgða. Stuttu eftir dauða Gísla Brynjólfssonar gaf Arnljótur Ólafsson út tvær blaðagreinar sem Gísli skrifaði í dönsk blöð 1869 og 1873 gegn stefnu Jóns Sigurðssonar. Gísli heldur í þeim á lofti „náttúrulegum rétti“ íslands til stjórnarbótar, og er mótfallinn reiknings- kröfu Jóns og tali um forn skjalaréttindi, sem hann kallar „theoretisk Principrytteri“. Hann segir þó ísland eiga siðferðislegan rétt á bótum fyrir sölu stólsjarðanna. Honum finnst þær kröfur sem Jón byggir á Gamla Sáttmála fáránlegar, og segir m.a. að Jón hafi í meginatriðum misskilið þjóðréttarlega stöðu ís- lands og sérstaklega hvað varðar fornöldina, með því að láta í það skína að íslendingar þeirra tíma væru uppfullir af nútímalegum hugmyndum um konungssamband, sem þeir áttu loks að hafa samið um við norska konunga 13. aldar.16) Gisli veit að það er varasamt að þeysa yfir aldirnar með sögulega afmarkaðar hug- myndir, og loka þannig augunum fyrir sögu- legu afstæði. Hann segir það verði að líta á stöðu íslands gagnvart Danmörku í ljósi allrar þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað milli þeirra, en ekki að byggja kröfur á alda- gömlu skjali sem er ómögulegt að túlka útfrá nútíma aðstæðum í pólitík. Það eru þessar hugmyndir Gísla sem sköp- uðu honum óvinsældir. Gísli vildi ná sama takmarki og aðrir þjóðfrelsismenn, hann vildi íslenska stjórn í öllum íslenskum málum eins og fram kom í greinum hans, en það eru einungis rökin sem kröfugerð Jóns Sigurðs- sonar byggðist á sem hann vildi ekki sam- þykkja. Hið álitlega embætti sem sagt var að stæði í beinu sambandi við gagnrýni Gísla á stefnu Jóns Sigurðssonar, var staða í íslensk- um fræðum við Hafnarháskóla, sem honum var ekki veitt fyrr en 1874. Svo virðist sem óréttlátur dómur hafi verið felldur yfir þeim mönnum sem voru ekki í einu og öllu sammála stefnu Jóns Sigurðs- sonar. Vonast ég til að hafa sýnt hér fram á að þáttur Gísla i þjóðernisvakningu íslend- inga hafi verið mikilvægur að því leyti sér- staklega að hann opnaði augu landa sinna fyrir þróun mála í Evrópu, og einnig, að hann hafi alla tíð beitt sér fyrir ákveðnum stjórnmálum, þótt hugmyndir hans hafi á köflum þótt sérvitrungslegar. Tilvitnanir: 1. Gils Guðmundsson, 255. 2. Gísli Brynjólfsson: Dagbók í Höfn, 132. 3. Sama, 126. 4. Sama, 146—7. 5. Sama, 219. 6. Sama, 130. 7. Sama, 144. 8. Sama, 226. 9. Norðurfari 1, 4. 10. Sama, 50. 11. Sama, 73. 12. Sama, 72. 13. Norðurfari II. 71. 14. Ný Félagsrit 10, 112—13. 15. Sama, 114. 16. Gísli Brynjólfsson: Om Islands statsrettlige..., 63. Heimildir: Alþingislíðindi 1859—63. Gils Guðmundsson: „Gísli Brynjólfsson og febrúar- byltingin 1848.“ Tímarit Máls og Menningar 3. 1945, 241—255. Gísli Brynjólfsson: Om Islands statsreltlige Forhoid til Danmark, Khn. 1889. Gísli Brynjólfsson: Dagbók í Höfn, Rvk. 1955. Norðurfari I og II. Ný Félagsrit 10 og 12. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.