Sagnir - 01.05.1982, Page 110
Frá einu af flokksþingum rússneskra kommúnista. Ýmislegt bendir til að stórfeild verslunarviðskipti við Sovétmenn
hafi á tímabiH haft áhrif á afstöðu íslendinga gagnvart stórveldinu í austri á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
stóran hluta þjóðarinnar að leggja trúnað á að
Sovétríkin væru í raun ,,óvinur“ og því bæri að láta
erlendan her dvelja áfram í landinu til að verjast
ógninni að austan.17)
Vissulega er ástæða til að gefa þeirri
spurningu gaum hvort breytt afstaða íslend-
inga til Sovétrikjanna i kjölfar stórfelldra
viðskiptasamninga hafi endurspeglast á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna. Töflurnar hér
að framan gefa óneitanlega tilefni til að ætla
að svo hafi verið.
Á Allsherarþingi S.Þ. árið 1952 hafði ís-
land tekið neikvæðari afstöðu í garð Sovét-
ríkjanna en öll hin Norðurlöndin. 1953,
sama ár og viðskiptasamningur íslands og
Sovétríkjanna var gerður, snérist dæmið
hins vegar alveg við. íslendingar sýndu nú
töluvert meiri samstöðu með Sovétmönnum í
atkvæðagreiðslum hjá S.Þ. en hin
Norðurlöndin þrjú, sem aðild áttu að
108
samtökunum, Noregur, Danmörk og Sví-
þjóð. Sömu sögu er að segja um árið 1954.18)
Er full ástæða til að ætla að hér hafi versl-
unarviðskipti íslands við Sovétríkin átt hlut
að máli. Það er alkunn staðreynd að ríki sem
selur einu ríki eða ríkjahópi mikinn hluta út-
flutningsvara sinna er mjög viðkvæmt fyrir
hótunum um að viðskiptin verði minnkuð
eða jafnvel endir bundinn á þau, hvort sem
slíkar hótanir eru dulbúnar eða
grímulausar.19) Með þessu er síður en svo
verið að gefa í skyn að Sovétmenn hafi í
krafti viðskipta sinna við íslendinga á einn
eða annan hátt sett þeim stólinn fyrir dyrnar.
Hins vegar var íslendingum fullljóst að
Sovétmenn höfðu þetta tromp á hendi og
gátu beitt því ef þeir vildu og sæju tilefni til.
Slíkt tilefni vildu íslendingar ekki gefa
Sovétmönnum. Atkvæðagreiðslur hjá Sam-
einuðu þjóðunum renna stoðum undir það.