Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 120

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 120
Spurningar úr Islandssögu í febrúar s.l. tók ég út þegnskylduvinnu þá er nefnist æfingakennsla og er hún hluti af kennsluréttindanámi við HÍ. Ég lenti í MH og fékk það verkefni að kenna islenska miðaldasögu sem þar gengur undir nafninu Saga 112. Leiðbeiningarkennari var Jón Hnefill Aðalsteinsson. Áður en fyrsti tíminn hófst hafði ég ákveðið að kanna andann í hópnum og miða síðan kennslutilhögun við þær óskir er þar kæmu fram. Kennslustundin hófst á hug- stormun þar sem nemendur vörpuðu fram hugmyndum um þær kennsluaðferðir sem þeim komu til hugar þá stundina. Niður- staðan varð sú að kennslan fór að mestu fram í hefðbundnu fyrirlestraformi en auk þess gerðu nemendur smá könnun á þekk- ingu fólks á ákveðnum þáttum í íslandssögu. Til gamans koma hér nokkur orð um könn- unina og helstu niðurstöður hennar. Nemendur undirbjuggu spurningar heima og síðan voru endanlegar spurningar valdar í kennslustund. Vegna tímaleysis og mismun- andi áhuga tóku nemendur mismikinn þátt í gerð spurninganna. Ég ákvað að hafa engin áhrif á val og orðalag þessara spurninga. Þekkingarkönnunin var framkvæmd dagana 16.—19. febrúar 1982. Nemendur lögðu spurningarnar fyrir heima hjá sér, fyrir vegfarendur á götum úti og á vinnustöðum. Reynt var að dreifa spurningunum nokkuð jafnt á bæði kyn og mismunandi aldurshópa. Þetta var því einhverskonar lagskipt tilviljunarúrtak. Spurningarnar og niðurstöður fylgja hér á eftir og sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um þær. Ég læt lesendum það eftir að ákveða hvort mark sé á þessu takandi eða ekki. Þessi könnun var ekki hugsuð sem vísindaleg rannsókn, heldur sem tilraun til að vekja áhuga nemenda og reyna að kenna þeim eitt- hvað. Könnunin og niðurstöðurnar voru ræddar 118 í hópum og voru skiptar skoðanir á ágæti svona uppákomu. Flestir nemenda voru sammála um að þeir hefðu ekki lært sérstak- lega mikið og sú skoðun kom fram að þeir sem ekki tóku virkan þátt í að semja spurn- ingarnar hefðu lítið gagn haft af þessu. En það kom einnig fram að nemendum fannst starf við svona könnun áhugavekjandi til- breyting og töldu þeir sig hafa lært ýmislegt óbeint og að þetta hefði vakið áhuga og um- hugsun um sögunám almennt. Reykjavík 13. apr. 1982. Stefán Stefánsson Spurningar: 1. Hver gaf íslandi núverandi nafn? ( ) Garðar Svavarsson. ( ) Flóki Vilgerðarsson. ( ) Alfreð Flóki. ( ) Ingólfur Arnarsson. 2. Hvenær var Alþingi stofnað á íslandi? ( ) 930. ( ) 874. ( ) 1930. 3. Hver var fyrsti biskup á íslandi? ( ) Gissur ísleifsson. ( ) ísleifur Gissurarson. ( ) Jón Ögmundsson. 4. Hvenær geisaði svartidauði? ( ) 1603—1609. ( ) 1402—1404. ( ) 1217—1218. 5. Hvaða fjall gaus með miklum látum í lok 13. aldar? ( ) Krafla. ( ) Hekla. ( ) Surtsey. 6. Hvar var lögrétta? ( ) Hegranesi. ( ) Ásbyrgi. ( ) Þingvöllum. 7. Hver var fyrstur eftirfarandi víkinga til að koma til íslands? ( ) Garðar Svavarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.