Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 92

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 92
Sagna-þing 2005 Hlutleysi eða afstaða? Sagna-þing var lialdið föstudaginn 14. april s.l. í húsnœði Reykjavíkur- akademíunnar og var vel sótt. Yfirskrift þingsins að þessu sinni var Hlutleysi eða afstaða? þar sem sjónum var beint að afstöðu sagnfrœðinga í rannsóknum og kenningum. Fjórir ungir sagnfrceðingar fluttu erindi og síðan var orðið gefið laustfyrir spurningar úr sal. Líflegar umrœður sköpuðust i kjölfarið og sitt sýndist hverjum eins og voit og vísa er hjá sagnfrœðingum . Með Sagna-þinginu vonast ritstjórn Sagna að hefð hafi skapast til að viðhalda þinginu nœstu árin en þetta var annað árið í röð sem ritstjórn stendurfyrir slíku þingi. Hér á eftir fara erindi fjórmenninganna. Fundarstjóri var Pétur Ólafsson. Hrafnkell Lárusson „Hlutleysi eöa afstaða" sagnfræðinga til viðfangsefna sinna Yfirskrift þessa málþings - „Hlutleysi eða afstaða?“ - vísar tilþeirrar persónulegu stöðu sem sagnfrœðingar hafa gagnvart viðfangsefnum sínum. Hvar standa þeir? Geta þeir sett sjálfa sig og skoðanir sinar til lilióar, þegar þeir taka til starfa við frceðin, eða eru þeir stöðugt seldir undir áhrif þeirra skoðana sem þeir ganga með dagsdaglega? Ég cetla hér að reifa hugleiðingar mínar viðvíkjandi þessu efni. Rceða hugtökin hlutleysi og huglcegni, með hliðsjón af sagnfrceði. En koma einnig inn á þá leið að skrifa sögu út frá meðvitaðri afstöðu til efnisins. HLUTLEYSI OG VÍSINDI Það er enn nokkuð útbreidd skoðun að hægt sé að nálgast viðfangsefni raunvísinda á hlutlausan hátt. Þar er oft stutt í staðalmyndir. Vísindamaður í hvítum slopp horfir í gegnum smásjá. Af því sem ber fyrir augu hans verða til uppgötvanir og ályktanir, markaðar af rannsóknarefhinu. Ný þekking verður til - vísindin þenjast út. Afurð þeirra er svo stillt út til sýnis. Vísindaleg niðurstaða „hlutlausrar" rannsóknar! Vísindamaðurinn er aðeins milliliður milli náttúrunnar og umheimsins. Hann afruglar torskilin vitnisburð náttúrunnar svo hann nýtist öðrum vísinda- og fræðimönnum, sem og almenningi, við að skilja betur þann heim sem við lifum í. Þessi draumkennda lýsing er auðvitað aðeins tilbúið dæmi. En eftir stendur tilvist trúar á hlutleysi vísindanna. Trúar sem lengi var næsta óskoruð og er enn til staðar. Meðan pósitívisminn var upp á sitt besta á 19. öld var sterk tilhneiging til að gera sagnfræðina að vísindum. Safna skyldi upplýsingum um hvemig fortíðin var - í raun! Gengu sumir svo langt að stofha „rannsóknarstofur" í sagnfræði þar sem meiningin var að höndla sannleik fortíðarinnar með tilstyrk vísindalegra aðferða og hvítra sloppa. En fortíðin hoppaði ekki upp úr skjölunum fremur en andi upp úr olíulukt. Sagnfræðin reyndist of margslungin og víðfeðm til að sagnfræðingar þessa tíma næðu að hnoða henni í vísindalegt form - hversu „hlutlausir“ vísindamenn sem þeir vildu vera. Staðreyndapósitívismi, sem hafnaði kenningum og vildi að staðreyndimar töluðu sínu máli, varð sjálfdauða í þeirri fræðilegu eyðimörk sem hann rataði í. Og síðan em liðin mörg ár. Vísindahyggja, í smærri myndum, hefur þó lifað áfram innan sagnffæðinnar. HLUTLEYSI OG SAGNFRÆÐI En er eitthvað til sem heitir hlutleysi í sagnfræði? I hugtakinu hlutleysi felst að einstaklingur sem hagar sér samkvæmt merkingu þess sé óhlutdrægur. Hlutlaus einstaklingur tekur ekki þátt, í einhveiju verki eða umræðu. Hinn hlutlausi á ekki aðild að verki eða umræðu. Hann á engra hagsmuna að gæta. Hlutlaus einstaklingur situr því hjá. Hann er bæði afskipta- og afstöðulaus, óvirkur og óháður.1 90 Sagnir 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.