Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 15

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 15
Sameining sveitarfélaga sameina öll sveitarfélög sýsl- unnar, 10 talsins, í eitt sveitar- félag og voru greidd atkvæði um þann kost 30. mars sl. Sú sam- einingartilraun var felld í fjórum sveitarfélaganna. Því næst var rætt um að sameina sjö sveitarfélög sýslunnar, þ.e. sex sveitarfélög í austurhluta sýslunnar auk Rang- árvallahrepps. Fljótlega kom í ljós að ekki var grundvöllur fýrir því að láta reyna á þann kost í atkvæðagreiðslu. Þá var ákveðið að stefna að atkvæðageiðslu um Sér inn Fljótshlíð og á Eyjafjallajökul. • ■■■ l ann ■■■ ■■■ Frá árinu 1949 hafa sýslunefndir og síðan héraðsnefndir Rang- æinga og Vestur-Skaftfellinga rekið Byggðasafnið að Skógum, eitt fjölsóttasta byggðasafn landsins. Á myndinni, sem Jóhann ísberg tók, er upphaflegt hús safnsins ásamt nýlegri viðbygg- ingu og á myndinni til hliðar er torfbær í burstastíl sem stendur á lóð byggðasafnsins. sameiningu sex sveitarfélaga í austurhluta sýslunnar. Kosin var samstarfsnefnd um sameining- una og hafin kynning á þeim kosti, m.a. með útgáfu bæklings og með kynningarfiindi. í kjölfar atkvæðagreiðslunnar var kosin undirbúningsnefnd fyrir sameininguna sem tekur gildi eftir sveitarstjórnarkosning- arnar í vor. Nefndinni er ætlað að vinna að hinum ýmsu málum sem þarf að undirbúa fyrir hina eiginlegu sameiningu. Nú er hafin vinna við að finna nafn á sveitarfélagið. Leitað hefur verið til íbúanna með tillögur um nafn. Nefnd skipuð tveim fulltrúum frá hverju sveitarfélagi mun fara yfir tillögurnar og setja fram nöfn sem greidd verða atkvæði um í póstkosningu. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður leið- beinandi við val á nafni. Jafn- framt er unnið að öðrum undir- búningi svo sameiningin geti gengið sem best fyrir sig. Uppdrátturinn sýnir hreppana sem nú hefur verið samþykkt að sameinist frá upphafi næsta kjörtímabils. Númer vísa til heita þeirra. Þeir eru Austur-Eyjafjallahreppur nr. 8601, Vestur-Eyjafjallahreppur nr. 8602, Austur-Landeyjahreppur nr. 8603, Vestur- Landeyjahreppur nr. 8604, Fljótshlíðarhreppur nr. 8605 og Hvolhreppur nr. 8606. Uppdrátturinn er gerður hjá Landmælingum íslands.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.