Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 16

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 16
Sameining sveitarfélaga SveinnA. Sœland, oddviti Biskupstungnahrepps: Sameiningarmál í uppsveitum Amessýslu Sameiningarmál í uppsveitum Árnessýslu hafa verið ofarlega í hugum sveitarstjórnarmanna jafnt sem íbúa svæðisins undan- farin ár. Kemur þá helst til það mikla samstarf sem þessi sveit- arfélög hafa haft með sér síðari hluta síðustu aldar. Þungamiðjan í þessu samstarfi var lengst af sameiginlegur rekstur heilsu- gæslu í Laugarási. Annað sem nefna má er svæðisbundið sam- starf um atvinnuuppbyggingu þar sem Límtrésverksmiðja og síðar Yleiningarverksmiðja voru reistar á Flúðum og í Reykholti til að efla atvinnulífið á níunda áratugnum. Auk þess er sameig- Reykholtsskóli (Biskupstungum. Ljósm. María Þórarinsdóttir. inlegur byggingarfulltrúi með aðsetur á Laugarvatni, ferða- málafúlltrúi í Reykholti og fé- lagsmálafúlltrúi i Laugarási. Allt þetta samstarf hefur orðið til þess að oftar en ekki hafa íbúar leitt hugann að sameiningu sveit- arfélaganna. Austan Hvítár eru Hruna- mannahreppur, Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur með unr 1300 íbúa. Vestan Hvítár eru Biskups- tungnahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Laugardals- hreppur og Þingvallahreppur með um 1200 íbúa. Fyrir sveitarstjórnarkosningar 1998 var reynt að sameina öll þessi sveitarfélög en Gnúpverjar ásamt Grímsnes- og Grafnings- mönnum felldu þá sameining- una. Stuttu síðar voru greidd at- kvæði á ný í þeirn hreppum sem samþykkt höfðu sameiningu en þá brá svo við að Skeiðamenn felldu. Ef þáverandi sveitar- stjórnarlög hefðu gert ráð fyrir þeim möguleika að þeir sem Greinarhöfundur, Sveinn A. Sœland, lauk nánii frá Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjwn í Ölfusi 1974 ogstundaði framhaldsnám í rekstrar- frœðum einn vetur i Danmörku. Arið 1977 hóf hann störf í garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reyk- holti í Biskupstungum og tók alfarið við rekstri hennar áriö 1990 ásamt eiginkonu sinni, As- laugu Sveinbjörnsdóttur. Sveinn var kjörinn í hreppsnefnd Biskupstungnahrepps 1990 og hefur verið oddviti hennar síðan 1998. samþykktu í fyrstu atrennu gætu klárað málið væri staða samein- ingarmála væntanlega með öðrum hætti nú. Á þessu kjör- tímabili hafa sveitarfélögin rætt lítillega saman í heild en ekki orðið sammála um stefnuna. Það var svo síðastliðið vor að sveitarfélögin vestan Hvitár sam- þykktu að kjósa fulltrúa í undir- búningsnefnd að sameiningu þeirra sveitarfélaga. í nefndinni áttu sæti tveir fulltrúar frá hverju sveitarfélagi sem síðan kaus sér framkvæmdanefnd. I henni áttu sæti Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, formaður, Guðmundur R. Valtýsson, oddviti Laugardals- hrepps, og Sveinn Sæland, odd- viti Biskupstungnahrepps. Nefndin náði fljótt samstöðu um flest málefni og lagði tillögur sínar fyrir sveitarstjórnirnar eins og lög gera ráð fyrir. Allar sveit- arstjórnirnar samþykktu tillögur nefndarinnar sem voru í átta liðum og atkvæðagreiðsla var Úr kennslustund í Reykholtsskóla. Ljósm. María Þórarinsdóttir.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.