Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 29

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 29
Orkumál S« Nýja raforkuveriö á Húsavík. varmaveitu bæjarins. Glatvarmavinnslan getur þannig jafnað út álagstoppa fjarvarmaveitunnar. Nýting glatvarmans hjálpar einnig til við að lækka álagstoppa í raforkukerfinu. Áætlað er að framleiðslukostnaður á heitu vatni úr glatvarmanum frá fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði sé um 16 aurar/kWh og að ijárfestingin skili sér á tveimur árum. Krossanes Úttekt sem gerð var fyrir Krossanesverksmiðjuna á Akureyri bendir til að frá verksmiðjunni megi virkja ónýttan glatvarma fyrir hitaveitu bæjarins og framleiða varmaafl sem nemur um 3,8 MW eða um 11.400 MWh árlega. Nýtanlegt glatvarmaafl verksmiðjunnar svarar því um 6% af heildarvarmaafli frá borholum Norð- urorku á Akureyri og nálægt 4% af árlegri heildar- varmaorkuvinnslu hitaveitunnar. Glatvarmavinnsla frá Krossanesverksmiðjunni annar þannig árlegri upphitunarþörf og heitavatnsneyslu yfir 600 íbúa þéttbýlissvæðis. Verksmiðjan er í gangi einn þriðja hluta ársins og fellur vinnslutíminn vel að álagstíma hitaveitunnar. Virkjun glatvarmans getur þannig aukið möguleika Norðurorku á að hvíla tímabundið þau jarðhita- svæði sem hitaveitan nýtir og minnkað vatnsniður- drátt vinnslusvæðanna. Áætlað er að framleiðslukostnaður á heitu vatni úr glatvarmanum frá Krossanesi sé um 14 aurar/kWh og að Ijárfestingin skili sér á einu ári. Norðurál Úttekt sem gerð var fyrir álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga bendir til að hjá álverinu megi virkja glatvarma fyrir íjarvarmaveitu og framleiða varma- afl sem nemur um 73 MW eða urn 635 GWh árlega. Þetta glatvarmaafl er um 25% meira en heildar- varmaafl frá öllum borholum Norðurorku á Akur- eyri og um tveimur og hálfum sinnum meiri orku- vinnsla en árleg varmaorkuvinnsla hitaveitunnar. Glatvarmavinnsla frá álveri Norðuráls á Grundar- tanga getur þvi annað árlegri upphitunar- og heita- vatnsneysluþörf um 20.000 íbúa þéttbýlissvæðis.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.