Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 32
Orkumál 63 aurar/kWh og að íjárfestingin skili sér á tæpum sjö árum. • Með samnýtingu á jarðhitanum í Hrísey til raf- magnsframleiðslu og upphitunar má anna allri raforkuþörf í eynni eða 200 kWe. Að auki má anna allri upphitunar- og heitavatnsneysluþörf íbúanna í eynni. Með slíkri samnýtingu jarðhit- ans er áætlað að framleiðslukostnaður orkunnar sé um 1,80 kr/kWh og að fjárfestingin skili sér á tæpum fimm árum. • Með virkjun glatvarmans frá brennsluofni Nýju kaffibrennslunnar má framleiða heitt vatn sem nemur um 300 kW eða um 170 MWh árlega. Glatvarminn annar því allri upphitunar- og heita- vatnsneysluþörf fyrirtækisins. Athugandi gæti verið fyrir sveitarfélög á „köldum“ svæðum og fiskimjölsverksmiðjur að sameinast um byggingu og rekstur Ijarvarmaveitna. Margar fiskimjölsverksmiðjur eru nærri þéttbýli á „köldum“ svæðum og einnig eru öflugir kyndi- katlar til staðar hjá fiskimjölsverksmiðjunum. Fjar- varmaveiturnar gætu þannig nýtt glatvarma til upp- hitunar þegar verksmiðjurnar eru í gangi. Kyndi- katlar verksmiðjanna væru síðan nýttir til upphit- unar hjá fjarvarmaveitunum þegar verksmiðjurnar eru ekki í gangi. Slík samvinna milli sveitarfélag- anna og fiskimjölsverksmiðjanna ætti því að vera áhugaverður kostur fyrir báða aðila. Við uppbyggingu jarðhitaveitna á „köldum“ svæðum hefur opinberu fé sem annars fer til lækk- unar á raforkuverði til húshitunar verið veitt til að mæta hluta af stofnkostnaði við uppbyggingu hita- veitnanna. Áhugavert gæti verið fyrir sveitarfélögin að kanna hvort slík niðurgreiðsla fæst í hlutfalli við þann raforkusparnað sem fjarvarmaveitur sem nýta glatvarma á „köldum“ svæðum geta skapað í raforkukerfinu. Greinin er samhljóða erindi sem Jlutt var á ársfundi Samtaka sveitarfélaga á köldum svœðum sem haldinn var i Reykjavik 10. október. HREINN KRAFTUR! Hlutverk Jarðborana er að afla viðskiptavinum sínum og hluthöfum verðmæta og auka þannig hagsæld í samfélaginu. Orka er hreyfiafl samfélagsins og gildi þess að eiga kost á hreinni orku er íslendingum ómetanlegt. Jarðboranir umgangast umhverfi sitt af nærgætni og starfa í sátt við það. Starfsemi fyrirtækisins fer iðulega fram í lítt snortinni náttúru og fylgir henni óhjákvæmilega eitthvert rask. Kappkostað er að öll vegsummerki séu til sóma og að áhrif starfseminnar valdi sem minnstri röskun á vistkerfinu. Hlutdeild Jarðborana í verkefnum um hagnýtingu jarðhita staðfestir vilja félagsins til að taka virkan þátt í nýsköpun og atvinnuþróun á íslandi. Hrein orka verður stöðugt eftirsóttari. Með starfsemi okkar og umhverfisstefnu beinum við kröftum okkar í þágu þess að hér dafni þróttmikið samfélag um ókomna tíma. #//# JARÐBORAN I R Viá opnum þér auðlindir

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.