Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 63

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 63
Húsnæbismál 381 Fyrsta húsið sem tekið var i notkun í Grafarholti í Reykjavík var íbúðarhús Búseta við Kirkjustétt. Húsnæðisfélög Eins og áður segir er það vel réttlætanleg aðgerð að niðurgreiða vexti til húsnæðisfélaga umfram einstaklinga. Ástæðurnar eru margar en aðalástæð- an er sú að slíkri niðurgreiðslu er beint til margra íjölskyldna í hverri íbúð yfir langan tíma. Dæmin sýna lika að það er hagkvæmara fyrir þjóðfélagið að hafa þennan valkost við hlið séreignastefnunnar því hún getur aldrei hentað öllum. Öll umsýsla félaga á nokkrum hundruðum íbúða er hagkvæmari eining en rekstur stakra íbúða. íbúðaskipti eru mun ódýrari og sparast þar bæði tími og fé þar sem ekki er verið að gera upp áhvíl- andi lán; einnig sparast stórfé í þinglýsingarkostn- að, stimpilgjöld o.fl. Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að fyrirtæki losi um húseignir sem þau nota undir skrifstofurekstur og aðra starfsemi til sér- hæfðra rekstrarfélaga. Með þessu minnka þau skuldir sínar sem veitir þeim betri kjör til annarra aðgerða sem skipta meira máli. Þessi lögmál eiga jafnt við fjölskyldur. Margumræddar skuldir heim- ilanna eru margar hverjar fólgnar í húsnæðisskuld- um og síðast en ekki síst er ibúðareign að nokkru leyti skuldahvetjandi því lánastofnanir eru tilbúnar að lána fólki sem getur útvegað fasteignaveð mun meira en öðrum. Það er ekkert sem segir að greiðslugeta íbúðareiganda sé meiri en þess er býr í leiguhúsnæði. Laun geta verið þau sömu. Hús- næðiskostnaður sá sami til lengri tíma og raunar líklega minni hjá leigjandanum. Gjaldþrot einstakl- inga er ætíð harmleikur sem birtist í enn verri mynd þegar fólk tapar heimili sínu líka. Hjá Búseta getur enginn veðsett heimili sitt þannig að fjöl- skyldan tapar því ekki af þeim sökum. Lánastofn- anir verða að vanda sig betur við lánveitingar og lána aðeins þeim sem eru borgunarmenn fyrir lán- um með tekjum sínum og eignum öðrum en heim- ilinu. Húsnæðisfélagið Búseti hefur á undanförnum 15 árum byggt upp öfluga starfsemi úti um allt land. Félögin eru sjálfstæðar einingar og reka nú um 560 íbúðir á íslandi. Þorri þeirra, eða 450, er á höfuð- borgarsvæðinu, yfir 60 eru á Akureyri og 8-12 á Húsavík, Egilsstöðum og á Akranesi. HÁÞRÝSTI DÆLUR 'Q- SKEIFUNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 ■ FAX 568 0215 • rafver@simnet.is

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.