Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 78

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 78
Kosningar Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur: Raíræn kosning - nýjungagimi eða nauðsynleg þróun? inngangur I fræðsluþætti í sjónvarpinu var fyrir skömmu sýnd nýjasta tækni við rafræna kosningu. Valdir voru nokkrir kjósendur, breskir, sem kusu heima hjá sér, ýmist á tölvu, í farsíma eða með barnaleik- fongum sem tengd voru Netinu. ímyndaðir kjós- endur í tilrauninni voru flestir mjög ánægðir með þessa nýjung. Einn komst illa á kjörstað vegna fötlunar, annar hafði ekki gefið sér tíma til þess og var tímasparnaður það sem upp úr stóð. Það tók nefnilega ntinni tíma að kjósa á farsímann eða barnaleikfangið heldur en að eyða klukkutíma í að sinna lýðræðinu með því að fara á kjörstað. Allt virtist þetta ganga upp. Það hefði þurft að beita öllum tölvum heimsins til að trufla kerfið. At- kvæðið var sent dulkóðað, sem kjósandinn sendi ásamt sérstöku númeri sem hann hafði fengið út- hlutað. En þarna féllu tæknimenn einmitt á próf- inu. Hvernig var hægt að tryggja að annar kysi ekki á persónunúmeri viðkomandi og í öðru lagi hvernig var hægt að tryggja að um leynilega kosn- ingu væri að ræða? Þessi myndbútur var kannski svolítið dæmigerður fyrir umræðuna um rafræna kosningu og rafræna vinnslu almennt, þar sem hagsmunaaðilar og seljendur ráða oft ferð. Aður en lengra er haldið er rétt að varpa fram þeirri spurningu hvort einhver þörf sé á breytingu Höfundur, Gunnar Eydal hœstaréttarlögmaður, hefur gegnt starfi skiifstofustjóra borgarstjórnar Reykjavíkur í rúmlega 20 ár. Undirþað embœtti heyrir undirbúningur ogframkvœmd kosninga, sem nánast hafa verið árlegur við- burður á því tímabili, kosn- ingar til sveitarstjómar, al- þingiskosningat; forsetakosningar, kosningar um sameiningu sveitarfélaga eða um afmörkuð málefni. frá hinni hefðbundnu framkvæmd. Allavega er það svo að á íslandi hefur kosningaþátttaka verið með því mesta sem þekkist á Vesturlöndum, þar sem ekki er á annað borð kosningaskylda. Þannig var kjörsókn i kosningum undanfarinna ára í Reykja- vík: Borgarstj órnarkosn. 1994 88,8% Alþingiskosningar 1995 86,0% Borgarstjórnarkosn. 1998 83,0% Alþingiskosningar 1999 77,58% Þessar tölur sýna e.t.v. þróun í átt til minnkandi kjörsóknar, en sama þróun hefur átt sér stað í öðrum löndum sem við kjósum að miða okkur við í þessum efnum. Við hljótum að líta svo á að virk kosningaþátttaka sé mikilvægur þáttur í lýðræðinu og þegar árangur er jafngóður og raun ber vitni er von að spurt sé: Hvers vegna á að breyta núverandi kosningakerfi? Kjósendur virðast ekki hafa verið í vandræðum að rata hver á sinn kjörstað eða kjósa utan kjörfundar ella. Allavega hlýtur kosningaþátttaka sem nemur undir helmingi kjósenda, s.s. á Bretlandi og í Bandaríkjunum, að vera verulegt áhyggjuefni fyrir þróun lýðræðis án þess að orð mín verði skilin svo að þátttaka í kosningum sé eina mælistika lýðræðis. Tilraunin 2001 Hinn 17. mars 2001 fór fram rafræn atkvæða- greiðsla í Reykjavík um framtíð Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Ákvörðun um atkvæðagreiðsluna var tekin í desember árið 2000 á grundvelli 104. gr. sveitarstjórnarlaga og jafn- framt ákveðið að atkvæðagreiðslan skyldi fara fram með rafrænum hætti. Leitað var tilboða um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Stuttur tími var til stefnu og við auglýsingu eftir verðtilboðum í rafrænan þátt atkvæðagreiðslunnar voru nokkrir óvissuþættir fyrir hendi af hálfu Reykjavíkur- borgar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.