Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 87

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 87
Umhverfismál Staðardagskrárinnar væri í höndum sérstakrar nefndar með góð tengsl við allar starfsnefndir sveitarfélagsins. í smærri sveitar- félögum liggur beint við að sveit- arstjórn gegni þessu hlutverki, en einnig mætti t.d. fela það fámennu ráði sveitarstjómarmanna (S: „ut- skott“) eða nefnd sem hefur til- greinda sérstöðu í stjómkerfi sveitarfélagsins. Borgar þetta sig? Tillaga um stöðu stýrihóps Staðardagskrár 21 í stjórnkerfi sveitarfélags. Eins og fyrr segir er Staðardag- skrá 21 öflugt stjórntæki í höndum sveitarstjórna ef rétt er á málum haldið. Vissulega fylgir töluverður kostnaður áætlunargerð af þessu tagi. Sé Staðardagskráin á hinn bóginn notuð til þess sem hún er ætluð er óhætt að full- yrða að endurgreiðslutími þessa stofnkostnaðar sé tiltölulega stuttur. Þær sveitarstjómir sem lengst eru komnar í Stað- ardagskrárstarfinu hérlendis hafa orðið varar við jákvæð áhrif starfsins á ímynd byggðarlagsins. Nægir að nefha Snæfellsbæ og Mosfellsbæ sem dæmi um þetta, en auðvelt væri að tilgreina 2-4 sveitarfélög til viðbótar. Erfitt er að meta ímynd til fjár, en verðmætamat sveitarstjómarmanna hvað þetta varðar endurspeglast þó að einhverju leyti í þeim fjárhæðum sem varið er til kynningarstarfs af ýmsu tagi. Áhersla Staðardagskrár 21 á fyrirbyggjandi að- gerðir og beitingu hagrænna stjórntækja ætti í flestum tilvikum að leiða til beinnar hagræðingar í starfsemi sveitarfélaga. Annars vegar getur þar verið um að ræða hagræðingu og bætta stjórnun vegna breytinga á þjónustugjöldum, svo sem varð- andi meðhöndlun úrgangs, fráveitumál o.fl., og hins vegar beinan sparnað í rekstri stofnana sveit- arfélagsins vegna minni og skilvirkari notkunar orku og hráefna, svo sem pappírs og hreinsiefna. Loks má nefna að reynsla í nágrannalöndunum bendir til þess að markviss græn innkaup á vegum sveitarfélaga leiði alla jafna til aukinnar hag- kvæmni. Ávinningurinn af vandaðri gerð og framkvæmd Staðardagskrár 21 birtist þó öðru fremur þegar til lengri tíma er litið. Eins og áður hefur komið fram kallar Staðardagskráin á ný vinnubrögð þar sem megináhersla er lögð á heildarsýn og langtímasýn. Þetta ætti að leiða til aukins samræmis í ákvarð- anatöku og bættrar nýtingar fjárfestingar. Segðu okkur hverju þú þarft að daela og við finnum hárréttu og hagkvæmustu dæluna fyrir þig Meira dæluúrval er vandfundið Danfoss hf. SKÚTUVOGI 6 • SÍMI 510 4100

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.