Helgafell - 01.04.1944, Síða 20
Ættjarðarskáld vor allra
Nokkur minningarorð um Nordahl Grieg
i.
1 NÆSTSÍÐASTA ljóðasafni Nordahls Grieg, Noregur í hjörtum tíorum,
sem út kom árið 1929, er lengsta kvæðið um vegagerðarmenn uppi á háöræf-
um Norður-Noregs. Þeir hlusta á útvarp í skála sínum í skammdeginu, meðan
snæfokið þyrlast úti fyrir. Hafrót ljósvakageimsins og söngtöfrar jarðneskra
heimsborga berast til þessara hrjúfu, harðfengu manna inn í afdrepið, þar
sem sumir halla sér til hvíldar að loknu verki, en aðrir búast á næstu vakt.
Meðan Parísarmúsíkin streymir fram í gullinsindrandi úðaflaumi fegurðar
og munaðardrauma, steypa þeir yfir sig peysu og stakki og hverfa við glætu
frá ljóskeri út í kófið og skammdegisdökkvann, og skáldið fylgir þeim til
dyra með þessum orðum:
Braut skal um auðnir byggja, Líf skal úr grjóturð gróa,
brjóta kargann til hlýðni gluggar heimila skína
við landsins lýð. við húmi og hríð.
Nálægt hálfum öðrum áratugi síðar yrkir Nordahl Grieg á þessa leið
norður á Svalbarða, þar sem hann gegndi varðþjónustu á þeim eina bletti
af norsku landi, sem ekki var traðkaður járnhælum innrásarliðsins:
Land vort er útsker eitt,
andviðra bækistöð,
dægur vor draumum svipt,
drápið vor skyldukvöð,
svo megi framtíð frjáls
fagna við lauf og korn
heiðari og hlýrri öld
handan við feril vorn.
Á milli þessara ljóðstefja liggja ekki aðeins fyllstu þroskaár höfundar-
ins, heldur jafnframt skeið hinna örlagaríkustu og sársaukamestu átaka og
umbyltinga, sem mannkynssagan kann frá að greina. I straumiðu þeirra alda-
hvarfa hafði Nordahl Grieg lifað og hrærzt af meiri næmleika og ríkari hlut-
deild en flestir aðrir. Hann hafði í raun réttri lengi átt í heimsstyrjöld og háð
írelsisbaráttu, áður en flóðbylgja öfugbyltingarinnar skall með fullum þunga
yfir þjóðir Evrópu, andvaralausar og sundurþykkar. Árum sarhan hafði
hann verið rödd hrópandans heima fyrir, einn af hinum fáu heilskyggnu
vökumönnum menningar og mannréttinda í Vestur-Evrópu. Hann hafði