Helgafell - 01.04.1944, Side 22
4
HELGAFELL
sú samkvæmni þeirra, sem fram kemur við samanburð ljóðanna tveggja.
Ekkert getur verið fjær sanni en að nokkur hughvörf hafi leitt til þess, að
Grieg kaus sér þegar í öndverðu baráttuhlutskipti frjálsra Norðmanna. Svo
sjálfmörkuð var sú afstaða hans, að með nokkrum rétti mætti segja, að á
hinni miklu örlagastundu hafi Noregur skipað sér við hlið Nordahls Grieg.
En í fullu samræmi við eðli sitt og feril óx hann með því hlutverki, sem hon-
um veittist nú óskorað í fyrsta sinn: að mega berjast í þágu hugsjóna sinna
með þjóð sinni og fyrir hana. Engu skáldi hefði auðnazt að verða sinni eigin
þjóð svo ósegjanlega mikils virði sem Nordahl Grieg varð Norðmönnum,
án órofa trúnaðar við sameiginlegan frelsismálstað mannkynsins.
II.
Klarhet og godhet, — heiðsæi og hjartamildi, þeir eiginleikar, sem Nor-
dahl Grieg óskar íslenzku þjóðinni eindregnast til handa í formála sínum að
Ættmold og ástjörð, voru ívaf og uppistaða í lífsskoðunum, listtúlkun
og öllum persónuleika hans sjálfs; jafnvel rómur hans og yfirbragð báru
þeim vitni. Fágætt jafnvægi þessara eðliskosta markaði viðhorf hans og
hugsjónatrúnað, leiddi af sér óvenjulegt samræmi milli skoðana, listar og
lífsferils. Hann var ástbundinn fegurð og framtíð lífsins, næmur gagnvart
þjáningum þess og skyggn á rætur þeirra í sambúðarháttum mannfólksins.
Afstaða hans til vandkvæða félagslífsins var ljós og einföld: að leysa þau.
Samúð hans og listamannslund hlutu í þeim efnum að kjósa þá leið til úr-
lausnar, er lá krókalausast að réttu marki samkvæmt skilningi hans. Sú
leið var sósíalisminn, og á vegum hans gerðist hann snemma baráttumaður
í skáldskap og mannfélagsmálum, af kreddulausri einlægni. Þegar nauðsyn
ættjarðarinnar kallaði hann til liðsemdar á stund hinnar ýtrustu hættu, skipti
hann um vígstöðvar, en vissulega ekki um málstað. Hann hafði ávallt sýnt,
í orði og verki, að hann unni föðurlandi sínu, jafnvel af svo djúpum heilind-
um, að hann hefði fremur fylgt því að vísum ósigri en illu máli, hefði svo
ólíklega um skipazt. Eftir að hin frábæra norska þjóð hafði tekið þann kost
að heyja óvissa og sársaukafulla baráttu, í útlegð og herkví, fyrir frelsi,
sæmd og menningu, óx hanrj með köllun sinni til andlegs höfðingja, af
samþættum rótum sonarástar og bróðuranda. Noregur varð honum í senn
hjartfólgið föðurland og tákn allra þeirra lífsverðmæta, sem hann hafði frá
öndverðu unnað og unnið það, sem hann vann.
Frelsisljóð Nordahls Grieg eru að sönnu norsk að efni og orðfæri og
norskum mönnum gefin til einingar, hvatningar og huggunar. En að anda
og tilgangi eru þau jafnframt ættjarðarljóð vor allra. í þeim endurspeglast
þjáningar, þrár, fórnardáðir og sigurvonir kynslóðar í blóðugum aldarofum,
sem heyr ekki aðeins stríð sitt gegn ómennskum tortímingaröflum, heldur