Helgafell - 01.04.1944, Síða 32
NORDAHL GRIEG
LONDON
I
VER HLUSTUM í múgborgarmyrkri á morðdrekaflugsins gný.
Á hóloftsins helspunavélum öll hjól eru þeytt á ný.
Um vindása Vetrarbrautar sér verkhraðir gróttar þyrla.
Svo fellur úr lofti farmur af feigð yfir þök og hvirfla.
Vér finnum, hve fnæsandi nálgast hið fallhraða tundurstál,
sem líkamans umkomuleysi það laði eins og segulnál.
Um húsið fer hriktandi skjálfti, er hrinurnar yfir ríða.
Svo þessi var ætluð öðrum! Þá er hinnar næstu að bíða.
En menn geta í myrkrinu brosað og minnzt, ef þeir kenna geigs,
að margt er til miklu verra en morðblindni sprengjufleygs:
Gestapó á hér ekki arminn, sem höggið greiðir.
Þrátt fyrir allt er það ekki a n d i n n , sem sprengjan deyðir.
Vor hlutur er betri en hinna, sem hugrekkið létu fyrst,
og óttast um h i 11 á eftir í álfunnar fangavist.
í frelsi er oss fært að hjálpa þeim fjötruðu, er á oss kalla.
Og því brosa menn í myrkri, á meðan sprengjumar falla.
II
Morgunn í hafrökum hjúpi heilsar með fölva á brám.
Mávar, af fljótinu flæmdir, ílögra undir mistruðum trjám.
En minjar um byggðir manna tjá múrveggir hrundir og sviðnir.
Hér teygðu sig turnar að himni, en tímar þeirra eru liðnir!
Kirkjur og stallprúðar styttur, stórhýsi forn og merk —
hversu allir án æðru kveðja hin öreyddu mannaverk!
Sjálfgert, að sprengja saki! En sú þykir b 1 e s s u n hlaðin,
sem brýzt inn í gotneskt guðshús, en geigar frá barni í staðinn.
List skal ei leita griða við lægingu í íangaham.
Hvers virði er það fólki í fjötrum, að forðað sé Notre Dame?