Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 33
Listin á 1 í k a kröiu á logandi, blæðandi sárum.
Og Lundúna minja 1 e y s i mun ljóma yfir komandi árum!
Máski er oss heilnæmt, að hrynji hlutanna gjörningateikn,
sem leggja vorn huga í læðing hins liðna ... Yíir rústanna íeikn
íer ársvali himins og hafa um hindrunarlausa vegi.
Og frelsið snýr fyllra brjósti en fyrr, móti nöktum degi!
III
Um vegi undir vélbyssuregni, með vagnlest, er sprengja sleit,
hafa blómsölukonunni borizt bláklukkur ofan úr sveit ...
í glænepju hins gráa morguns um götur og torg sig hranna
skarar af bráfölum börnum, biðhetjum kjallaranna.
Eru ekki gullin þarna uppi öldungis gerð handa þeim?
Ljómandi loftbelgjafílar lötra úti um bláheiðan geim!
Og þarna, sem hríðskotin hlumdu úr húminu á drekana þýzku,
þar horfa nú hugfangnar tátur á hatta eftir síðustu tízku.
Ljónbleik rís sólin! Nú laugast Lundúna andvökuher
hreinsvala og heiðsólarbirtu á haustdegi, í október.
Þá kveður við loftvamarlagið með lotóttum, bölmóðum kveinum,
sem iða yfir mannhafsins öldum, — en ekki er því skeytt af neinum.
Malbikið morar af lífi, sem merkið hafi öryggi tjáð.
E i 11 gildir stöðugt um árás: að hún er vöminni háð.
Nú eigast þeir við þarna uppi! Orustuflugnanna bræði
hnitar í blámanum hringa hvítum og rjúkandi þræði.
Um kvöldið er kunnugt orðið, hvað kostuðu dagsins grið.
„Tuttugu þýzkar týndust; tíu á vora hlið".
Svo fulltryggðu framandi vinir frið vorn til sólarhvarfa:
Þeir báru oss í brennandi höndum einn blessaðan dag til starfa.
í dag og um komandi daga hin djarffleyga stonnbláa sveit
mun flytja oss, sem lifum í London, sitt lögmál og fyrirheit:
Vér hljótum einn dag til dáða, einn dag, sem vér lifum undir
himni, sem hröpuð æska helgaði dýrar stundir!