Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 34
JÚL. HAVSTEEN:
Islenzki fáninn
í BÓKINNI „Frásagnir um Einar Benediktsson”, er út kom fyrir jólin
1942, segir kona hans, Valgerður Benediktsson, á bls. 65, er hún ræðir afskipti
skáldsins í fánamálinu: ,,Þegar dró að lausn fánamálsins, var sett nefnd til
að ákveða gerð fánans. Man ég eftir samtali, er við hjónin áttum um það
leyti við Hannes Hafstein ráðherra. Hann hélt þá fram þeirri skoðun, að
Danir mundu aldrei fallast á, að ekkert sambandsmerki yrði í fánanum,
nefnilega rauði liturinn“. — Segist frúin þá hafa stungið upp á sérstakri
fánagerð, til samkomulags, ,,en henni var ekki sinnt af nefndinni“.
1 síðasta hefti Andvara fyrir árið 1942 hefur Jónas alþingismaður Jónsson
ritað grein, er hann nefnir ,,Sjálfstæðismál íslendinga 1830 til 1942“. Segir
hann á bls. 43, m. a. um Hannes Hafstein: ,,Hann var ekki skilnaðarmaður
og ekki fylgjandi fánahreyfingunni”. Um íslenzka fánann segir hann á bls.
44, m. a. : ,,Þá gerðu andstæðingar bláhvíta fánans það herbragð, að ganga
inn á, að þjóðin fengi sérstakan fána, ef hann væri með miklum sýnilegum
skyldleika við Dannebrog. Alþingi var að heita tvískipt um málið og tók
það óhapparáð að fela Danakonungi að ákveða fánagerðina. Konungur
ákvað að setja rauðan kross inn í ,,uppreistarfánann“, og þannig varð fán-
inn löggiltur, fyrst sem staðarfáni, og litlu síðar, 1918, sem þjóðfáni“.
Það skyldi mega ætla, að í bókum þeim, sem hér eru nefndar, minningar-
riti um eitt hið mesta skáld Islendinga og tímariti Hins íslenzka þjóðvinafélags
væri svo greint frá mönnum og málefnum, að ekki þyrfti að efast um, að
sönn og rétt væri frásögnin. En það hefur, því miður, farið mjög á annan veg.
Þjóðfáni Islands, sem blaktað hefur yfir oss, börnum landsins, tæpan
mannsaldur, og mun öllum góðum lslendingum kær og helgur, er óvirtur
og beinlínis sagt ósatt um, hvernig hann varð til, og í því sambandi bornar
ósannar sakir bæði á konung þann, er staðfesti fánann eftir tillögu íslenzkrar
fánanefndar, eftir að Alþingi hafði fallizt á tillögu nefndarinnar, og ráðherra
þann, sem beitti allri sinni alþekktu orku og lipurð til þess að leiða fána-
málið farsællega til lykta, og með fullri sæmd fyrir þjóð sína, sem og tókst.
Eins og öllum er kunnugt, sem nokkuð hafa kynnt sér sögu og gang fána-
málsins, var fimm manna nefnd skipuð af ráðherra Islands 30. des. 1913 til
þess að bera fram tillögur við stjórnina um gerð íslenzka fánans. Nefnd þessi,