Helgafell - 01.04.1944, Síða 39
ÍSLENZKI FÁNINN
21
Væntanlega sýnir Alþingi nú þjóðfánanum og lögverndun hans ekkert
tómlæti.
Þá vill Jónas Jónsson halda því fram, að vísu órökstutt, að fánanum hafi
verið fálega tekið af landsmönnum 1914. En ég leyfi mér að staðhæfa hið
gagnstæða. Þegar símfregnin barst 19. júní 1915 um staðfestingu á þrílita
fánanum, sem sérfána íslands, varð fögnuður um land allt, og mátti sjá
hann við hún í öllum kaupstöðum og kauptúnum landsins, í höfuðstaðnum
og á íslenzkum skipum, er síðan hafa flutt hann um og yfir höf, og gert hann
bæði þekktan og virtan meðal útlendinga. Vísa ég í þessu sambandi til
30 ára minningarrits ungmennafélagsskaparins á Islandi, en þar er m. a. sagt
frá því, með hvílíkum fögnuði U. M. S. A. tók fréttinni um staðfesting fán-
ans 19. júní 1915, og voru þá félagsmenn staddir á félagsmóti að Breiðu-
mýri í Þingeyjarsýslu.
Frú Valgerður segir í framanritaðri bók um Einar Benediktsson,
,,að nefndin hafi ekki sinnt“ tillögu sinni um gerð íslenzka fánans. I riti
nefndarinnar .jslenzki fáninn“ er skrá um allar tillögur sendar fánanefnd-
inni, en þar er tillögu frúarinnar hvergi getið. Má því ætla, að um missögn
sé að ræða hjá frúnni, og sams konar missögn eða misminni mun eiga sér
stað í orðum þeim, sem hún leyfir sér að hafa eftir Hannesi Hafstein. Það
er beinlínis broslegt fyrir þá, sem nokkuð hafa kynnt sér fánagerð að fornu
og nýju, að heyra annarri eins firru slengt fram og þeirri, að rauði krossinn
í íslenzka fánanum eigi að vera sambandsmerki við Dani. Sambandsmerki
í fánum er ætíð sett í efsta stangarreit hlutaðeigandi fána, sbr. ,,Union Jack“,
,,Unionen“ o. s. frv. Þetta vakti fyrir Alþingi 1885, eins og að framan grein-
ir. Konungur fór aldrei fram á neitt sambandsmerki í fánanum íslenzka, og
Hannes Hafstein mundi aldrei hafa að því gengið.
Það er ekki gott að átta sig á því, hvaða menn Jónas Jónsson á við, er
hann talar um ..andstæðinga bláhvíta fánans“, sem gerðu ,,það herbragð“
o. s. frv. En naumast getur verið um aðra menn að ræða en þá, sem sátu í
fánanefndinni, því að það voru þeir, sem komu fram með tillögurnar um
gerð íslenzka fánans. Allir voru þeir svo valinkunnir heiðursmenn, og eru
það í meðvitund þjóðarinnar, að enginn lætur sér til hugar koma að gruna
þá um græsku í fánamálinu, nema greinarhöfundurinn í Andvara.
Um Hannes Hafstein slær Jónas Jónsson fram, að hann hafi ekki verið
fylgjandi fánahreyfingunni.
Ekki veit ég-til þess, að Jónas Jónsson hafi þekkt Hannes Hafstein þann-
ig, að hann geti með nokkru móti rökstutt þennan sleggjudóm um hann,
sem alþjóð er kunnugt, að mest ber að þakka, að við eignuðumst og eigum
nú þjóðfána okkar.
En úr því þessu er skellt á Hannes Hafstein látinn, þykir mér bæði rétt