Helgafell - 01.04.1944, Page 44
26
HELGAFELL
ugastar og Kvernig framleiðslumálum vorum verði bezt skipað frá tækni-
fræðilegu sjónarmiði. Þetta er mikill misskilningur, slíkt stendur hvergi í bók-
um. Þeir, sem eiga að leysa tæknileg viðfangsefni, þurfa að vísu að hafa
víðtæka og djúpstæða bóklega þekkingu ; það er ekki umtalsvert. Aðrir halda,
að ekki sé annar vandinn en að senda menn utan ,,til að kynna sér“, eins
og það er orðað, framleiðsluaðferðir keppinauta vorra á markaðinum. Mér
er ekki grunlaust um, að stundum hafi komið í ljós eftir á, að slíkt sé tæp-
lega einhlítt heldur. Enda er keppinautum vorum skiljanlega margt annað
hugleiknara en að efla oss til samkeppni við sig, með því að kenna oss nið-
ur í kjölinn þær framleiðsluaðferðir sínar, sem þeir hafa sjálfir lært með
ærnum tilkostnaði og langri reynslu.
Hin hagnýta reynsla — vísindalegar tilraunir — við skilyrði í vöru eigin
umhverfi, er hinn eini trausti grundvöllur atvinnuframkvæmda. Ohugsandi
er, að atvinnulíf vort nái nauðsynlegum þroska, geti staðið á eigin fótum,
og framarlega meðal þjóðanna, án þess að í landinu sé unnið vísindalega
að vandamálum þess.
Eg veit ekki, hvort þetta er mönnum nægilega ljóst. Islendingar, bóka-
þjóðin, munu hins vegar láta sér skiljast, að sjálfstætt menningarlíf væri
dautt í landinu, ef aldrei væru gefnar hér út aðrar bækur en þýddar, jafnvel
þótt erlendar bókmenntir séu sjálfsagt miklu merkari en íslenzkar. Þó er þetta
alveg hliðstætt.
Sannleikurinn er sá, að atvinnuvegir vorir munu aldrei fullnægja skyldu
\
sinni, fyrr en að þeim hafa verið lagðir traustir hornsteinar með vísindaleg-
um náttúrurannsóknum á undirstöðu þeirra og hentugustu framleiðslu- og
vinnsluháttum.
Kannski væri ástæða til að gera nánari grein fyrir þeirri merkingu, sem
ég legg í orðið vísindi. Hugmyndir manna um það eru nokkuð á reiki. Það
er t. d. algengur misskilningur, að vísindastarfsemi sé í því fólgin að lesa
bækur, að vísindi og lærdómur sé eitt og hið sama. Því er ekki að undr^a,
þótt þau mistök hafi stundum komið fyrir, að skólaprófið eitt hafi verið látið
duga sem undirbúningur vandasamra framkvæmda.
Aðrir virðast halda, að vísindaleg starfsemi sé meira eða minna yfirskil-
vitleg fjölkynngi, háð einhverju dulardómi, sem stundum er kallaður snilli-
gáfa.
Ef tala mætti um vísindasmekk á sama hátt og bókmennta- eða listsmekk,
mætti segja um smekkvísi sumra landa minna, að hún væri enn á einskonar
riddara- eða hetjusagnastigi. Margir kannast við nöfn einstakra snillinga
og vilja helzt trúa því, að þróun náttúruvísindanna sé sagan um hetjudáðir
frægra kappa, eins og Newtons, Pasteurs og Edisons, fremur en samfelld