Helgafell - 01.04.1944, Page 44

Helgafell - 01.04.1944, Page 44
26 HELGAFELL ugastar og Kvernig framleiðslumálum vorum verði bezt skipað frá tækni- fræðilegu sjónarmiði. Þetta er mikill misskilningur, slíkt stendur hvergi í bók- um. Þeir, sem eiga að leysa tæknileg viðfangsefni, þurfa að vísu að hafa víðtæka og djúpstæða bóklega þekkingu ; það er ekki umtalsvert. Aðrir halda, að ekki sé annar vandinn en að senda menn utan ,,til að kynna sér“, eins og það er orðað, framleiðsluaðferðir keppinauta vorra á markaðinum. Mér er ekki grunlaust um, að stundum hafi komið í ljós eftir á, að slíkt sé tæp- lega einhlítt heldur. Enda er keppinautum vorum skiljanlega margt annað hugleiknara en að efla oss til samkeppni við sig, með því að kenna oss nið- ur í kjölinn þær framleiðsluaðferðir sínar, sem þeir hafa sjálfir lært með ærnum tilkostnaði og langri reynslu. Hin hagnýta reynsla — vísindalegar tilraunir — við skilyrði í vöru eigin umhverfi, er hinn eini trausti grundvöllur atvinnuframkvæmda. Ohugsandi er, að atvinnulíf vort nái nauðsynlegum þroska, geti staðið á eigin fótum, og framarlega meðal þjóðanna, án þess að í landinu sé unnið vísindalega að vandamálum þess. Eg veit ekki, hvort þetta er mönnum nægilega ljóst. Islendingar, bóka- þjóðin, munu hins vegar láta sér skiljast, að sjálfstætt menningarlíf væri dautt í landinu, ef aldrei væru gefnar hér út aðrar bækur en þýddar, jafnvel þótt erlendar bókmenntir séu sjálfsagt miklu merkari en íslenzkar. Þó er þetta alveg hliðstætt. Sannleikurinn er sá, að atvinnuvegir vorir munu aldrei fullnægja skyldu \ sinni, fyrr en að þeim hafa verið lagðir traustir hornsteinar með vísindaleg- um náttúrurannsóknum á undirstöðu þeirra og hentugustu framleiðslu- og vinnsluháttum. Kannski væri ástæða til að gera nánari grein fyrir þeirri merkingu, sem ég legg í orðið vísindi. Hugmyndir manna um það eru nokkuð á reiki. Það er t. d. algengur misskilningur, að vísindastarfsemi sé í því fólgin að lesa bækur, að vísindi og lærdómur sé eitt og hið sama. Því er ekki að undr^a, þótt þau mistök hafi stundum komið fyrir, að skólaprófið eitt hafi verið látið duga sem undirbúningur vandasamra framkvæmda. Aðrir virðast halda, að vísindaleg starfsemi sé meira eða minna yfirskil- vitleg fjölkynngi, háð einhverju dulardómi, sem stundum er kallaður snilli- gáfa. Ef tala mætti um vísindasmekk á sama hátt og bókmennta- eða listsmekk, mætti segja um smekkvísi sumra landa minna, að hún væri enn á einskonar riddara- eða hetjusagnastigi. Margir kannast við nöfn einstakra snillinga og vilja helzt trúa því, að þróun náttúruvísindanna sé sagan um hetjudáðir frægra kappa, eins og Newtons, Pasteurs og Edisons, fremur en samfelld
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.