Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 47
JÓN JÖHA NNESSON:
ÍSLANDS
ÞÚSUND ÁR
VIÐ sátum tvö, og ein, að eldi björtum
— aftur ég lifi það að gamni mínu, —
og fiðlan söng í feimnu máli þínu
og fiðlan söng í tveimur bernskum hjörtum.
Og allt var ljóð og rauðu rökkri vafið,
og rökkrið grúfði djúpt í mínum barmi.
Og meðan sorgin svaf á þínum armi
við sigldum okkar hvíta báti á hafið.
Hlusta þú, systir, draumlynd drúp þú enni,
döpur á sundi kveður hæglát bára,
þrungin af trega þúsund hungurára,
þjóðvísubrotin, sem við kenndum henni.
ur nægja ekki. Þeim verða að fylgja ytri skilyrði, sem fátæk smáþjóð getur
ekki veitt. Er engin læging í að viðurkenna það“.
Og enn segir svo: ,,Þeir, sem mótað hafa skipulag háskólans, sniðu það
eftir vísindastofnunum stórra þjóða, og skildu ekki, að íslenzki háskólinn
gat aldrei orðið vísindastofnun“.
Ef þessi stefna, þessi vantrú á getu Islendinga, yrði ofan á, mundi hún
ein út af fyrir sig, leiða til þess, að vér gæfumst upp við að leggja raunhæfan
grundvöll að efnalegri og andlegri menningu vorri.
Það er óhugsandi, að vér getum, frekar en aðrar þjóðir, komið fram
eðlilegum og nauðsynlegum umbótum á atvinnuháttum og orðið samkeppn-
ishæfir við þá, sem betur kunna, án þess að stíga þau spor, sem sam-
kvæmt eðli málsins liggja ein að réttu marki.
An þess verðum vér e\þi sjálfstœð þjóð, hvað sem öllum yfirlýsingum
Iíður.
Hin eilífa raunarolla, um að landið sé lélegt, og erfiðleikar þjóðlífsins
ósigrandi, verður að hljóðna.
Vér verðum að leggja fram vitsmuni vora í ríkara mæli en áður, í hlul-
falli við stritið, sem vér hötum einkum byggt afkomu vora á hingað til.
Oss skortir e. t. v. ekkert fremur en sjálfstraust til þeirra starfa, sem
íram undan eru. Margir Islendingar hafa lært af stórþjóðunum að líta niður
á allar smáþjóðir og sjálfa sig um leið. Flest annað hefðu þeir fremur mátt
af stórþjóðunum læra, því að aldrei munum vér duga betur en vér treyst-
um oss sjálfir til.
Björn Sigurðsson.