Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 50
JÖHANN BRIEM:
Emar Jónsson myndhöggvari sjötugur
Einar Jónsson er brautryðjandi myndlistarinnar á lslandi. Þegar hann
lagði út á listabrautina, hófst ekki aðeins nýr þáttur í ævi þessa mikilhæfa
listamanns, heldur nýtt tímabil í sögu íslenzkrar menningar. Hin nýja mynd-
list á Íslandi er ekki arfur frá forfeðrum og ekki flutt inn frá öðrum löndum,
heldur vex hún upp úr íslenzkri mold, þegar aftur er farið að birta af degi
eftir myrkur og niðurlægingu sex hundruð ára.
Þegar Einar Jónsson bjó til fyrstu myndir sínar, hafði hann aldrei séð
verk nokkurs listamanns, en skapgerð hans og stefna er fullmótuð strax á
æskuárunum. Tuttugu og fjögra ára gamall mótar hann ,,Utlaga“, eitthvert
glæsilegasta listaverkið, sem íslenzka þjóðin hefur ennþá eignazt. Þá er
fullljóst, hvert stefnt er. Listamaðurinn tekur verkefni sín hvorki úr rökkri
fortíðarinnar né úr gráu hversdagslífinu, heldur túlkar hann sínar eigin skoð-
anir á tilverunni með verkefnum, sem hann sækir í sinn eigin hugmynda-
heim. Utilegumaður Einars Jónssonar á ekkert skylt við íslenzka þjóðtrú. Þar
er ekkert af þeim beyg, sem þjóðin hafði af mönnunum í þokunni. Jötunninn,
sem ber lík konunnar sinnar á herðunum og barnið við brjóstið, á samúð
listamannsins óskipta. Og konan, sem hann ber, er engin útilegumannskona,
hrakin af frosti og regni, heldur ung þokkagyðja, ímynd ástmeyjarinnar.
Það eru andstæðurnar, sem einkum gera þessa mynd svo áhrifamikla.
Karlmennskan annarsvegar, sem örvæntingin gerir að yfirmannlegum þrótti,
hinsvegar viðkvæm fegurð. Þetta atriði er þungamiðjan í allri myndbygging
Einars Jónssonar, og fer hann þar aðra leið en flestir aðrir myndhöggvarar.
Og þar kemur fjölhæfni hans bezt í ljós. Hann er jafn öruggur í túlkun hins
hrikalega og hins fagra, og flest verkin sýna nokkuð af hvorutveggja. And-
stæðurnar í list Einars Jónssonar koma fram á margvíslegan hátt, ekki að-
eins í sjálfu formi höggmyndanna, heldur einnig í efninu, sem þær eru unn-
ar úr. ,,Dögun“ sýnir nátttröll, sem er orðið að steini. Það er ekki lengur
hold og blóð, heldur grjót. Konan, sem það heldur í fanginu, er lifandi lík-
ami. Einu sinni hafði listamaðurinn í hyggju að stækka þessa mynd. Ætlaði
hann þá að höggva tröllið úr dökku graníti, konuna úr hvítum marmara.
, ,Mold“ er lítil mynd, sem enn hefur ekki komizt lengra en í gipsið, en
hún er eitt af áhrifamestu verkum Einars Jónssonar. Rofbakkinn, dökkbrúnn,