Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 53
BARÐI GUÐMUNDSSON:
Uppruni íslenzkrar
skáldmenntar
V.
Skáld, nöfn, niðjatöl
,,Gautur byggði Gautsdal. Hann var einhentur. Þeir Eyvindur sörkvir
fóru sér sjálfir og vildu ei lifa eftir Ingimund gamla“. Geirmundur heljar-
skinn ,,átti Herríði dóttur Gauts Gautrekssonar hins örva“. t vísu þeirri, er
Þórir snepill orti um brottför sína úr Köldukinn, kemst hann svo að orði:
,,En við fórum heilir, Hjálmun-Gautur, á braut“. Feður landnámsmann-
anna, Geirmundar, Ingimundar og Þóris, höfðu að sögn Landnámuritaranna
allir kvongast austrænum konum. Þeir eru þrír um það í Landnámabók.
Synirnir eru einnig þrír um það að vera bundnir nánum tengslum við menn,
sem báru nafnið Gautur. Allir Gautar Landnámabókar hafa þegar verið
nefndir. Hér er sýnilega merkilegt rannsóknarefni fyrir hendi.
Frá söguöld er getið um tvo menn að nafni Gautur. Það eru þeir Gautur
bóndi á Gautlöndum og Gautur Sleituson ,,frændi“ Þórarins ofsa á Stokka-
hlöðum í Eyjafirði. Mun Þórarinn vera af ætt Þóris snepils. Auk þess hef
ég rekizt á sjö örnefni hérlendis, sem dregin eru af nafninu Gautur, og virð-
ast þau öll vera frá fornöld. Þessi eru nöfnin, talin frá austri til vesturs:
Gautlönd í Mývatnssveit, Gautsstaðir á Svalbarðsströnd, Gautsdalur og
Gautsgil í Bólstaðarhlíðarhreppi, Gautshamar í Steingrímsfirði, Gautsdalur
í Króksfirði og loks Gautsstaðagróf í Helgafellssveit. Gautlönd eru í ná-
grenni Geirastaða. Þar bjó í fyrstu Geiri austmaður faðir Glúms skálds.
Þeir feðgar réðust vestur í Króksfjörð og bjuggu að Geirastöðum. Brynjólfur
frá Minna-Núpi hefur bent á það, að bærinn muni nú bera nafnið Ingunnar-
staðir og vera kenndur við Ingunni konu Glúms skálds. Gautsdalur í Króks-
firði er næsti bær við Ingunnarstaði. Verður varla hjá því komizt að hyggja
báða bæina, Gautlönd og Gautsdal, heitna eftir fylgdarmönnum eða skjól-
stæðingum austmannsins, er fluttist úr Mývatnssveit til Króksfjarðar. Undir
þá skoðun falla fljótt styrkar stoðir, er við athugum, hvar hin Gautsörnefnin
eru í sveit komin. Gautsstaðir á Svalbarðsströnd eru í landnámi Helga magra,