Helgafell - 01.04.1944, Page 57
UPPRUNI ISL. SKÁLDMENNTAR
39
snepill, er verið hafði í föruneyti Torf-Einars jarls, bróður Hrollaugs, settist að
í næsta byggðarlagi við Helga magra. ,,Skagi Skoftason — maður ágætur af
Mæri — nam að ráði Helga Eyjafjarðarströnd hina nyrðri út frá Varðgjá til
Fnjóskadalsár“. Lágu lönd þeirra Þóris snepils saman. ,,Dýri hét maður, er
fór af Sunnmæri til Islands að ráði Rögnvalds jarls“. Hann ,,gaf“ Þórði Vík-
ingssyni, mági Helga magra, en svila Þorsteins rauðs, af landnámi sínuíDýra-
firði. Mærirnir Eysteinn digri og Molda-Gnúpur settust báðir að í sama
byggðarlagi og Ketill fíflski, systrungur Þorsteins. Af Mærum meðal land-
námsmanna er enn ónefndur Þorbjörn súr, er land þáði af Vésteini aust-
manni um miðja 10. öld. En Vésteinn hafði hlotið hluta af landnámi Dýra.
Það er sjálfgefið, að innflytjendur þeir, sem komu að numdu landi, hafa
jafnan leitað sér staðfestu í grennd vandamanna eða fyrri félaga, ef þess
var nokkur kostur. Búsetuval Mæranna og venzlamanna Þorsteins rauðs
er ágætt dæmi þessa, þegar gætt er jafnframt frásagnar Snorra um banda-
lag Þorsteins og Mærajarla. Og ennþá einu sinni koma austrænu forngrip-
irnir í góðar þarfir. Nú eru það döggskórnir sex, sem Hákon Shetelig taldi
gerða samkvæmt austnorrænni tízku. Einn er frá Lundi, heimili Þóris snepils,
sem fylgdi Torf-Einari til Hjaltlands. Annar frá Hrútafjarðarströnd eystri, en
þar nam land, ,,næst eftir Bálka“, Eysteinn tengdasonur Þorsteins rauðs.
Þriðji er kominn frá Skutulsfirði, landnámi Helga Hrólfssonar, frænda Þor-
steins. Fjórði fannst í landnámi Dýra, er fór til Islands að ráði Rögnvalds
jarls. Fimmti kom í leitirnar í átthögum Ólafs feilans, sonar Þorsteins rauðs,
og sá sjötti fannst við bæ, sem vafalítið ber nafn Hafur-Bjarnar, Molda-
Gnúpssonar frá Norð-Mæri. Má nú auðsætt vera, að þeirrar skreytingartízku
á sverðskeiðum, sem döggskórnir bera vitni um, hefur mjög gætt umhverfis
félagana Þorstein rauð og Sigurð jarl eða ættmenn þeirra. Og minnumst þess
um leið, að tízkunnar gætir marghundraðfalt meir á Islandi en í Noregi, ef
miðað er við sverðafjölda beggja landanna frá víkingaöld.
Um ætt og uppruna Þorsteins rauðs þarf ekki að orðlengja frekar. En
finnast nú sagnir, sem benda til austræns uppruna Mærajarla og seinnar
komu ættarinnar á hinn vestræna vettvang ? Ekki skortir þær. I íslenzkum
heimildum er Hrólfur ættfaðir Rúðujarla sagður sonur Rögnvalds Mærajarls.
En franski sagnaritarinn Dudo, sem skrifað hefur fyrstur manna sögu ætt-
arinnar, telur hana runna frá Danmörku. Mátti Dudo, sem sjálfur var skjól-
stæðingur sonarsonar Hrólfs, vita góð skil á þessu meginatriði, þótt í sum-
um efnum fatist honum sagnalistin. Um langa hríð stóð harðsnúin deila
milli danskra og norskra sagnfræðinga um þjóðerni Hrólfs. Skal hún látin
liggja á milli hluta hér. Þó vil ég taka það fram, að ekki er sjáanleg nein
mótsögn í því, þótt Snorri Sturluson segi Hrólf son Rögnvalds Mærajarls,
en Dudo telji föður Hrólfs, sem hann ekki nafngreinir, höfðingja mikinn í