Helgafell - 01.04.1944, Síða 60
42
HELGAFELL
Um aldur Hyndluljóða eru skoðanir skiptar. Víst má þó telja, að megin-
stofn kvaeðisins sé frá Keiðni og áreiðanlega bundinn við Hörðaland, svo
sem -í4xe/ O/ri/j hefur sýnt. Kvæðið fjallar um ætt og uppruna Óttars heimska
Innsteinssonar. 1 Hálfssögu er Innsteinn talinn bróðir Otsteins frænda Ey-
steins konungs í Danmörku. Á Innsteinn að hafa fallið með Hálfi konungi.
I kvæðinu er ekki aðeins rakin ætt Óttars sjálfs í þrengri merkingu orðsins,
og getið frændliðs hans á Hörðalandi, svo sem Hildar, móður Hálfs kon-
ungs og ættmanna Hörða-Kára. Þar er einnig gerð grein fyrir uppruna stofns-
ins sjálfs, sem þessar ágætu ættir eru kvistir á. Og hvert er svo upphaf hans
að ætlun skáldsins ættfróða, sem lifði fyrir 1000 árum ? „Hálfdan — hæstur
Skjöldunga“. Ættfaðirinn er ekki norsk, hvað þá hörzk fornaldarhetja.
Hans er minnzt í engilsaxneska fornkvæðinu um Beoœulf. Heimild sú er
miklu eldri en Hyndluljóð og á rætur sínar í austnorrænni kvæða- og sagna-
geymd. Og þar finnum við ekki aðeins Skjöldungakonunginn Hálfdan nefnd-
an, heldur einnig þjóð eða þjóðarbrot, sem kallast Hálfdanir! Af þessu þjóð-
arheiti hefur ættstofnsfaðirinn dregið nafn. Hálfdan er hliðstæður konungunrm
Dan og Gaut. Og það liggur næstum í hlutarins eðli, að í fyrstu hafa það verið
Hálfdana kynkvíslir, sem töldu sig runnar frá Hálfdani konungi. Ef að líkum
lætur, hafa Hálfdanirnir eitt sinn búið í hinum fornu landamæralöndum Dana
og Gauta. Þar ,,í Bolm austur“, bjuggu, að sögn höfundar Hynduljóða,
Hálfdanarniðjar. Af Bolmarættkvíslinni eiga að vera komnir Ragnar loð-
brók og Eysteinn konungur, frændi Innsteins.
1 raun réttri skiptir það litlu máli hér, hvernig sannleiksgildi Hyndlu-
ljóða er metið. Látum svo vera, að ættfræði höfundarins sé að meira eða
minna leyti heilaspuni. Grundvöllur ættfærslanna er eftir sem áður vitund
þess, að hinn mikli ætthringur Óttars heimska Innsteinssonar sé austnorrænn.
Þessvegna eru Hyndluljóð svo ákaflega mikilvæg heimild. Og höfundurinn
drepur á merkileg atriði í menningarsögu Hálfdanarniðja. Átrúnaðargoðið
er vanadísin Freyja. Hún er látin kveða um Óttar heimska:
,,Hörg mér gjörði, of hlaðinn steinum.
Nú er grjót það að gleri orðið.
Rauð í nýju nautablóði,
æ trúði Óttar á ásynjur'*.
Meining skáldsins er skýr: Fyrrum var vegur Freyju og ásynjanna mik-
ill, en nú er öldin önnur. Samt bera sagnir því vitni, að Hálfdanarniðjar hafi
vel og lengi varðveitt dísaátrúnað sinn. Má benda á hinaralkunnu frásagnirum
dísaátrúnað í Víga- Glúmssögu og þættinum af Þiðranda, sem dísir drápu.
Varða frásagnir þessar ættkvíslir frá Vors á Hörðalandi, sem skyldar voru
Hörða-Kára-kyninu. Kemur þetta einkenni Vorsaættanna frábærlega vel heim