Helgafell - 01.04.1944, Síða 62
44
HELGAFELL
arnafna, er tíðkuðust á íslandi. Aðeins fjórir þeirra finnast í Noregi, og af
þeim Kefur enginn náð teljandi útbreiðslu þar í landi. Eins og skáldmenntin,
hafa dísarnöfnin horfið frá Noregi, þá er Island byggðist. Þess var og að
vaenta. Skáldskapur og dísarnöfn fylgjast bersýnilega að í forníslenzkum
höfðingjaaettum. Tökum til daemis afkomendur Þorsteins rauðs, Vatnsdaela-
kyn, Mýramannakyn og Saurbaeingaættkvísl í Eyjafirði. Af dætrum Land-
námsmanna bera í Landnámabók 15 dísarnöfn. Aðeins ein þeirra var í
Austfirðingafjórðungi, og er sú af kyni Bjarnar bunu. Eg hef áður haldið því
fram, að menningartengsl hljóti að vera milli saurbýla landsins oghinnarfornu
skáldmenntar íslendinga. Nú gefst tækifæri til þess að reyna þá fullyrðingu
að nýju. Ef samband hefur verið milli dísarnafna og þeirrar menningar, sem
skáldskaparlistin þróaðist með, mætti vænta á fyrstu öld íslandsbyggðar
hlutfallslega fleiri dísarnafna í saurbýlahreppum en öðrum byggðarlögum
landsins. Skulu nú upptaldar dætur landnámsmanna, er dísarnöfn báru
samkvæmt frásögnum Landnámabókar, og hreppar þeir, er feður þeirra
byggðu að öndverðu. Er miðað við hreppaskipunina í jarðatalinu frá 1847:
1. Þórdís Þórðardóttir illhuga — Borgarhafnarhreppur í Austur-Skafta-
fellssýslu.
2. Valdís Jólgeirsdóttir — Holtamannahreppur í Rangárvallasýslu.
3. Þórdís Þorkelsdóttir bjálfa — Holtamannahreppur í Rangárvallasýslu.
4. Aldís Öfeigsdóttir grettis — Gnúpverjahreppur í Árnessýslu.
5. Bergdís Geirsdóttir auðga — Reykholtsdalshreppur í Borgarfjarðar-
sýslu.
6. Þórdís Þorfinnsdóttir stranga — Álftaneshreppur í Mýrasýslu.
7. Þórdís Ingvarsdóttir — Álftaneshreppur í Mýrasýslu.
8. Þórdís Þórhaddsdóttir — Hraunhreppur í Mýrasýslu.
9. Halldís Erpsdóttir — Miðdalahreppur í Dalasýslu.
10. Arndís Steinólfsdóttir lága — Saurbæjarhreppur í Dalasýslu.
11. Þórdís Þorbjarnardóttir súrs — Þingeyrarhreppur í ísafjarðarsýslu.
12. Þórdís Ingimundardóttir gamla —■ Ásshreppur í Húnavatnssýslu.
13. Herdís Þórðardóttir — Hofshreppur í Skagafjarðarsýslu.
14. Vigdís Auðunardóttir rotins — Saurbæjarhreppur í Eyjafjarðarsýslu.
15. Arndís Þorkelsdóttir háva — Skútustaðahreppur í Suður-Þingeyjar-
sýslu..
Af hreppum landsins eru tveir kenndir við Saurbæi. Þeir hafa báðir
komið til skila meðal þeirra 13 hreppa, sem nú voru taldir. Það 'er vel kunn-
ugt, að Saurbæir þeirra voru byggðir af Auðuni föður Vigdísar og Steinólfi
lága, föður Arndísar. Þetta er dásamlega táknrænt atriði. Sjö af fimmtán
dísarnöfnum reyndust falla á saurbýlahreppa, sem þó eru aðeins 2ö, en aðr-